Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 13:30 Frá minningarathöfn í Örebro í gær. EPA/JESSICA GOW Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“ Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Árásin átti sér stað um hádegi á þriðjudaginn 4. febrúar í Campus Risbergska-skólanum í Örebro. Í skólanum fer fram fullorðinsfræðsla en hann var áður framhaldsskóli. Andersson hafði verið atvinnulaus um langt skeið og á þeim tíma mun hann hafa sótt nám í skólanum tvisvar sinnum. Rannsakendur hafa reynt að ná utan um tilefni árásarinnar og er talið að hann hafi valið skólann vegna þess að hann hafi sótt hann áður. SVT hefur eftir Niclas Hallgren, einum yfirmanna lögreglunnar á svæðinu, að það sé eina tengingin sem hafi fundist milli skólans og árásarmannsins. Þó er Andersson talinn hafa undirbúið árásina um nokkuð skeið. Hann hafði keypt mikið magn skotfæra og sömuleiðis reyksprengjur sem hann notaði við árásina. Það þykir benda til þess að hann hafi skipulagt árásina með fyrirvara. Sjá einnig: Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan hefur einnig veitt frekari upplýsingar um byssurnar sem fundust í skólanum og eina sem fannst heima hjá Andersson. Hann átti tvær haglabyssur og tvo riffla en hann er sagður hafa skotið fleiri en fimmtíu skotum í skólanum. Auk þess fannst mikið magn ónotaðra skotfæra á líki hans, eftir að hann svipti sig lífi. Hvert tilefni árásarinnar var liggur þó ekki enn fyrir. SVT hefur eftir Hallgren að mikilvægt sé að varpa ljósi á tilefnið. Sérstaklega fyrir ættingja þeirra sem létu lífið í árásinni. „Við munum reyna að verða við því eins og við getum.“
Svíþjóð Skotárás í Örebro Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira