Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 14:04 Arnþrúður Þórarinsdóttir, sem er fyrir miðju, er saksóknari hjá Héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir að ef fallist verði á að sakfella Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðing, sem er grunaður um að hafa orðið eldri hjónum að bana í Neskaupstað í fyrra, væri eðlilegt að dæma hann í tuttugu ára fangelsi, og jafnvel ævilangt fangelsi. Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Hún sagði þó mikilvægt að dómurinn skoði hvort Alfreð sé sakhæfur eða ekki. Matsgerð geðlæknis í málinu væri vissulega afgerandi á þá leið að hann væri ósakhæfur og það væri erfitt að líta fram hjá því. Aðalkrafa ákæruvaldsins er samt sem áður að Alfreð verði sakfelldur. Þetta kom fram í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag við lok aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling er grunaður um að hafa orðið hjónunum að bana á heimili þeirra við Strandgötu í Neskaupstað í lok ágúst. Hjónin fundust látin inni á baðherbergi á heimilinu. Sama dag var Alferð handtekinn á Snorrabraut í Reykjavík, en þar ók hann á bíl í hjónanna. Í bílnum fannst hamar sem hann er grunaður um að hafa notað við verknaðinn. Alfreð gaf ekki skýrslu fyrir dómi, en hann neitar sök. Annars vegar vegna þess að hann kannast ekki við að hafa orðið hjónunum að bana. Og hins vegar vegna ósakhæfis. Kristinn Tómasson geðlæknir sem vann matsgerð í málinu komst að þeirri niðurstöðu að Alfreð væri með alvarlegan geðrofssjúkdóm og væri ósakhæfur. Í málflutningi sínum í dag sagði Arnþrúður að Alfreð væri einn til frásagnar um það sem hefði gerst á heimilinu. Hún sagði þó að frásögn hans kæmi ekki heim og saman við gögn málsins. Gögn málsins bentu til þess að hann hefði verið að verki, og enginn annar. Það væri hafið yfir allan skynsamlegan vafa. Árásin hafi verið einhliða og ásetningur Alfreðs skýr. „Ásetningsstigið verður ekki hærra. Hann tekur með sér hamar. Þetta eru eldri hjón á heimili sínu þar sem þau áttu sín einskis ills von,“ sagði Arnþrúður. Hún benti á að ekki væru dæmi í íslenskri réttarsögu á æðri dómstigum þar sem tveir einstaklingur væru sviptir lífi sínu með hrottalegum hætti á sama tíma. Ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að sakfella ætti Alfreð ætti að líta til hámarksrefsingar, tuttugu ára fangelsisvistar, eða ævilangrar. Arnþrúður var þó skýr á þeirri skoðun sinni að það kæmi alveg til greina að Alfreð væri ósakhæfur meðal annars vegna afgerandi niðurstöðu matsgerðarinnar. Það væri þó dómsins að ákveða um sakhæfi Alfreðs. Yrði fallist á þessa varakröfu, að Alfreð sé ósakhæfur, ætti að horfa til þess að vista þurfi Alfreð á viðeigandi stofnun, sem í þessu tilfelli væri réttargeðdeild. Fer fram á samtals 48 milljónir Réttargæslumaður fjögurra aðstandenda hjónanna fór fram á að Alfreð verði dæmdur til að greiða hverju og einu þeirra tólf milljónir króna. Í ræðu sinni vísaði hann til þess að þarna hefðu foreldrar aðstandendanna verið sviptir lífi með hrottafengnum hætti á sömu stundu. Þá hefðu þeir ekki geta borið þau augum eftir að þau létust, og því ekki fengið að kveðja hjónin í hinsta sinn. Jafnframt fór réttargæslumaðurinn fram á að Alfreð greiði aðrar skaðabætur fyrir ýmsan kostnað sem hefur fylgt andláti hjónanna. Þá fór hann fram á að Alfreð greiði miskabæturnar jafnvel þó hann verði dæmdur ósakhæfur. Fréttin var uppfærð eftir ræðu réttargæslumanns.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira