Innlent

Stöðvar fram­kvæmdir við Þor­láks­höfn vegna kæru brimbrettafólks

Kjartan Kjartansson skrifar
Brimbrettafólk mótmælti framkvæmdum við landfyllinguna og gerði verktaka erfitt fyrir í vikunni.
Brimbrettafólk mótmælti framkvæmdum við landfyllinguna og gerði verktaka erfitt fyrir í vikunni. Aðsend

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úrskurðaði að stöðva skyldi framkvæmdir við gerð landfyllingar við Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn. Félag brimbrettafólk kærðir framkvæmdin en félagið hefur staðið fyrir mótmælum við Þorlákshöfn í vikunni.

Brimbrettafélag Íslands kærðir framkvæmdirnar sem það telur að spilli einstöku öldusvæði á landsvísu. Brimbrettafólk stöðvaði framkvæmdirnar með mótmælum fyrr í vikunni.

Úrskurðarnefndin féllst á að stöðva framkvæmdirnar með úrskurði í gær. Ljóst væri að framkvæmdir sem ættu að standa yfir í þrjá mánuði væru yfirvofandi. Því hefði það ekki þýðingu að fjalla efnislega um kæruna nem tryggt yrði að frmakvæmdir færu ekki fram á meðan málið væri til umfjöllunar hjá nefndinni.

Ýmis álitaefni væru uppi sem þörfnuðust rannsóknar og því væru efnisleg rök fyrir kærunni. Hægt væri að fara fram á flýtimeðferð á málinu.

Sveitarfélagið Ölfuss veitti ekki umsögn um kæruna en starfsmaður þess sagði úrskurðarnefndinni að það hefði stórkostlegt tjón í för með sér ef framkvæmdir yrðu stöðvaðar, jafnvel þótt það væri tímabundið.


Tengdar fréttir

Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vöru­bílum ekki fram hjá

Brimbrettafólk hefur hafið eins konar setuverkfall á hafnarsvæði Þorlákshafnar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við landfyllingu á vinsælu brimbrettasvæði. Forsvarsmaður þeirra segir yfirvöld margsaga um til hver sé ráðist í framkvæmdina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×