Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2025 11:45 Arne Slot sagði eitthvað ósæmilegt við Michael Oliver í gærkvöld og uppskar rautt spjald. Getty/Carl Recine Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, fær ekki að stýra liðinu frá hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum, eftir rauða spjaldið sem hann fékk eftir grannaslaginn við Everton í gærkvöld. Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til. Enski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira
Talsverð læti brutust út við lokaflautið eftir dramatískt 2-2 jafntefli í síðasta grannaslagnum á Goodison Park í gærkvöld. Curtis Jones og Abdoulaye Doucouré uppskáru báðir rautt spjald og það gerðu einnig Arne Slot og aðstoðarmaður hans, Sipke Hulschoff. Einhverjir töldu að Slot hefði fengið rautt spjald fyrir að taka of kröftuglega í hönd dómarans Michael Oliver eftir leik en samkvæmt tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar fékk hann rauða spjaldið fyrir móðgandi orð sem hann lét falla í garð Olivers. Another angle of Arne Slot's red card tonight...What did he say to Michael Oliver 🤝 pic.twitter.com/qzR376WKUw— Football on TNT Sports (@footballontnt) February 12, 2025 Má tala við leikmenn í klefanum fyrir leik og í hálfleik Slot tekur út sitt bann gegn Wolves á sunnudaginn og gegn Aston Villa þremur dögum síðar. En hvað þýðir bann hjá knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni? Svo virðist sem reglurnar séu alls ekki eins strangar og þær eru orðnar á Íslandi. Mirror segir frá því að Slot megi ræða við leikmenn sína í búningsklefanum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik. Hann má fylgjast með úr stúkunni og jafnvel vera í símasambandi við Johnny Heitinga eða einhvern annan tengilið á varamannabekk Liverpool. Ekki í boði á Íslandi Þetta mætti Slot ekki samkvæmt reglum KSÍ sem voru uppfærðar á síðasta ári, í kjölfar þess að Arnar Gunnlaugsson þáverandi þjálfari Víkings slapp við frekari refsingu þrátt fyrir að viðurkenna að hann hefði verið í símasambandi við aðstoðarmenn sína þegar hann var í leikbanni. Í reglum Knattspyrnusambands Íslands segir nú: Þjálfari, starfsmaður eða forystumaður sem tekur út leikbann og mætir á leikstað skal vera meðal áhorfenda frá og með einni klukkustund fyrir leik. Frá þeim tíma og á meðan leik stendur er viðkomandi þjálfara, starfsmanni eða forystumanni; a) óheimilt að vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem viðkomandi getur verið í tengslum við lið sitt, og b) óheimilt að vera í samskiptum við eða hafa samband við einstaklinga tengdum leik, sér í lagi leikmenn og starfsfólk liðsins. Eftir leik er þjálfara, starfsmanni eða forystumanni í leikbanni óheimilt að taka þátt í blaðamannafundi eða hvers konar fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við leik sem leikbannið tekur til.
Enski boltinn Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Sjá meira