„Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 12:01 Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skaut hart á nýjan fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það hættulegt fordæmi að stjórnmálaflokkar, sem ekki uppfylltu skilyrði til að fá styrki úr ríkissjóði síðustu þrjú ár, skuli ekki þurfa að endurgreiða styrkina. Það sama eigi að gilda um Jón og séra Jón. Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Eins og fjallað hefur verið um þáði Flokkur fólksins 240 milljónir króna í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Í sérfræðiáliti sem gert var fyrir fjármálaráðuneytið var það metið svo að ekki væru forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og að mistök hafi verið gerð í ráðuneytinu við leiðbeiningu. Lögfræðingar hafa nokkrir mótmælt þessu og hvatt til endurgreiðslukröfu. Hið opinbera mismuni ekki löglærðum Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins spurði Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum hvort rannsakað hafi verið hvaða afleiðingar þetta gæti haft á aðra stjórnsýslu og jafnvel dómaframkvæmd. Bergþór furðaði sig á því að ráðuneytið hefði brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart löglærðum fulltrúum stjórnmálaflokks. „Hvernig gat fjármálaráðherra vísað til góðrar trúar og vanþekkingar löglærðs löggjafa, eins og höfundar frumvarpsins, flutningsmanns frumvarpsins. Hvernig má vera að hinu opinbera beri leiðbeiningarskylda til slíks sérfræðings í nákvæmlega þessum lögum,“ spurði Bergþór. „Hið opinbera heldur ekki sérstakar skrár yfir það hverjir af þegnum landsins eru megnugir um að lesa lög, eða meðhöndlar þegnana ólíkt eftir því hvort þeir eru löglærðir eða ekki. Þannig að það er einfaldlega þannig að þessi skylda er almenns eðlis, gildir gagnvart öllum aðilum,“ svaraði Daði Már. Eitt gildi um stjórnmálaflokka og annað um almenning Í kjölfarið steig Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pontu og sagði lögin skýr og skýrt hverjar afleiðingarnar eru sé ekki farið eftir lögunum. Hann nefndi þá að Flokkur fólksins hefði oft mótmælt því að öryrkjar og eldri borgara, sem hefðu fengið ofgreitt og í góðri trú ekki átt von á að þurfa að endurgreiða, þyrftu að gera það. „Ég tek dæmi um litla atvinnurekendur, sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og allt í einu eru komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld. Vegna þess í góðri trú þá gerðu þeir ekki nákvæmlega það sem löggjafinn sagði þeim að gera. Sama með öryrkja, eldri borgara sem hafa fengið of mikið greitt og í góðri trú voru þeir ekki viðbúnir því hverjar afleiðingarnar voru,“ sagði Guðlaugur. „Það getur ekki verið að við séum að hugsa um að hafa hér tvískipt. Séra Jón stjórnmálaflokkanna og svo bara Jón almennings, öryrkja, eldri borgara, atvinnurekenda. Það getur ekki verið.“ Daði Már vísaði þá til þess að í sumum lögum væri kveðið á um endurgreiðslu og í sumum ekki. „Þá gilda almenn skilyrði stjórnsýsluréttar, sem eru að einhverju leyti matskennd. Þá ber að leita mats á því hvort um endurgreiðsluskilyrði er að ræða eða ekki. Það var gert, niðurstaða liggur fyrir. Komi sambærileg mál upp síðar verður sambærilegri aðferðarfræði fylgt.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent