Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2025 16:12 Jens Garðar Helgason er einn flutningsmanna frumvarpsins en sá sem kann að þurfa að súpa seyðið af afleiðingum þess er hins vegar Grímur Grímsson Viðreisn. vísir/vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja afnema sérréttindi sem opinberir starfsmenn hafa notið þegar þingfararkaup þingmanna er annars vegar. Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“ Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Þetta eru þau Hildur Sverrisdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Vilhjálmur Árnason auk Jens Garðars Helgasonar. Frumvarpið gengur út á á að fella burtu fyrstu málsgrein fjórðu greinar um réttindi opinberra starfsmanna er varðar þingfararkaup alþingismanna: „Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“ Þó þetta ákvæði hafi lengi verið þyrnir í augum þeirra sem tala ákafast fyrir jafnræði milli opinberra starfsmanna og þeirra sem velkjast á almennum vinnumarkaði verður að teljast ólíklegt að málið nái fram að ganga. Stjórnarliðar munu telja það beinast gegn opinberum starfsmönnum úr sínu liði svo sem Grími Grímssyni Viðreisn og Víði Reynissyni og Ölmu Möller Samfylkingu, svo einhverjir séu nefndir. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.vísir/vilhelm En eins og segir í greinargerð sem fylgir með frumvarpinu stingur þessi réttur í augu: „Réttur alþingismanna til leyfis frá störfum samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 4. gr. gildir eingöngu um opinbera starfsmenn en ekki þá sem starfa á almennum vinnumarkaði. Ekki verður séð að fyrir hendi séu nein haldbær rök fyrir því að veita opinberum starfsmönnum þessi réttindi fram yfir aðra launamenn.“ Tíundað er að kjörtímabil séu að jafnaði fjögur ár og laun þingmanna yfir meðallagi á íslenskum vinnumarkaði. „Opinberir starfsmenn sem taka sæti á Alþingi eru því ekki að taka sérstaka fjárhagslega áhættu með því að sitja á þingi. Þess utan njóta þingmenn sem koma af almennum vinnumarkaði ekki framangreindra réttinda án þess að það sé til vandkvæða fyrir þá að taka sæti á Alþingi. Því er lagt til að hinn lögbundni réttur opinberra starfsmanna til leyfis frá störfum vegna setu á Alþingi verði felldur brott.“
Alþingi Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira