Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að Ólafur kom í ráðuneytinu meðal annars að gerð núgildandi laga um opinber fjármál. Auk starfa hjá stofnunum á borð við Skipulagsstofnun, hefur Ólafur starfað hjá Accenture, (Noregi) og Citibank (Hollandi).
Ólafur Reynir er með embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands, MPA gráðu frá Harvard og MBA gráðu frá IE Business School. Hann er jafnframt menntaður píanóleikari og hef stundað tónlistarnám og haldið tónleika bæði hérlendis og erlendis.
Ólafur Reynir er kvæntur Auði Hrefnu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra UN Global Compact á Íslandi og á tvö börn, Ásgeir, tíu ára, og Hrefnu, fimm ára.