Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. febrúar 2025 11:18 Björg Magnúsdóttir hefur verið aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“ Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi fór fram í fyrradag þar sem sætum á landsfund flokksins var úthlutað. Um var að ræða mikinn hitafund þar sem listi stjórnar var felldur á kostnað nýs lista. Fylkingarnar á bak við formannsefnin tvö virðast byrjaðar að smala fólki á fundi vítt og breitt um landið til að ná sem flestum sætum. Annað sem vakti athygli var sú staðreynd að Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra, mætti á fundinn og tók þátt í dagskránni. Fréttastofa heyrði hljóðið í Björgu til að spyrjast út í fundinn. Hvað kemur nú til að þú ert þarna? „Það er nú ekkert launungarmál að þarna, á þessum stöðum og á þessu stigi í flokkunum, er hægt að hafa raunveruleg áhrif á lýðræðið. Ég hef tekið þátt hjá mörgum flokkum eins og mjög margir sem hafa áhuga á stjórnmálum og þjóðmálum. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Björg. Skráð í „mjög marga flokka“ „Það sáu mig margir þarna þannig þetta er ekkert leyndarmál. Það er gott fólk í mjög mörgum flokkum, líklegast öllum, maður mætir auðvitað til að styðja það. Þannig ég er bara þar,“ segir Björg. Þannig að þú ert skráð í Sjálfstæðisflokkinn? „Ég held ég sé skráð í mjög marga flokka,“ segir hún. „Þetta er góð aðferð til að hafa áhrif.“ Styðurðu annað hvort formannsefnið frekar en hitt? „Mér finnst þetta bara tvær flottar konur og ég ætla ekkert að gefa frekar upp um það,“ segir hún. Björg hefur látið sjá sig á stuðningssamkomum Áslaugar í gegnum tíðina. En þú ert skráð í Framsókn? „Já, ég er það. Ég þekki mjög marga í kringum mig sem eru skráð á mjög mörgum stöðum. Þetta er ekkert dýpra á þessu hjá mér,“ segir Björg. Björg aðstoðar Einar Þorsteinsson sem er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Mikið var gert úr því fyrir þremur árum að hann hafi verið formaður Týs, félags ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi, fyrir mörgum árum. Þá hefur verið ýjað að því undanfarið að hann hyggist yfirgefa Framsókn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Skrítin staða hjá borgarstjóranum Einar og Björg eru hins vegar í skrítinni stöðu þessa dagana eftir að Einar sleit meirihlutanum í borginni og það kom í ljós að hann gæti ekki myndað annan meirihluta. Hvað hann verður lengi borgarstjóri ræðst af því hvort og hvenær tekst að mynda nýjan meirihluta. „Það er svolítil biðstaða, það eru ekkert margar undirritanir á svona dögum þegar það er búið að kippa hlutum svona úr sambandi,“ segir Björg. Hann sinnir áfram einhverjum verkefnum? „Þessum daglegu verkefnum sem er auðvitað fjölmörg. En það er kannski beðið með stór mál meðan staðan er svona af því það er auðvitað ekki starfandi meirihluti þó hann sé starfandi borgarstjóri og embættismaður sem slíkur,“ segir hún „Ég er auðvitað fylgitungl hans þannig að við erum bara í okkar daglegu verkefnum en þetta er auðvitað svolítið skrítið allt saman.“
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Björg ráðin aðstoðarmaður verðandi borgarstjóra Björg Magnúsdóttir, sjónvarpskona, hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar, verðandi borgarstjóra. Björg hefur verið starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu undanfarin tólf ár. 5. janúar 2024 22:07