Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:02 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. vísir Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18
Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55