Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2025 13:40 Skólalóð Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Breiðholtsskóla segist harma úrræðaleysi stjórnvalda, en undanfarna daga hefur verið fjallað um ógnarástand í einum árgangi skólans þar sem andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi er sagt eiga sér stað. Í yfirlýsingu frá kennurum, skólaliðum og öðru starfsfólk Breiðholtsskóla segir að skólinn sé góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Börn í íslenskum grunnskólum glími þó í auknum mæli við ýmis vandamál, og námsvanda. Geta ekki gripið inn í það sem gerist utan skóla „Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar að taka þessum málum sem starfsfólk skólans megi ekki skipta sér að. „Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum.“ Þá segir að sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum megi vera ljóst að „alda harðnandi ofbeldis“ hafi skollið á samfélaginu öllu. og þar með töldum skólunum. Greint hefur verið frá því Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kannist ekki við meint ofbeldi og einelti í Breiðholtsskóla. „Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum.“ Gengjamyndun ekki bundin við Breiðholtið Þá segir að gengjamyndun sé ekki bundin við Breiðholtið og að hún þekkist víða. „Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður.“ Þá sé Breiðholtsskóli nú gerður að andliti ofbeldismenningar og þykir starfsfólkinu umfjöllunin einhliða. „Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir.“ Yfirlýsingu starfsmannanna má sjá hér fyrir neðan: Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Í yfirlýsingu frá kennurum, skólaliðum og öðru starfsfólk Breiðholtsskóla segir að skólinn sé góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Börn í íslenskum grunnskólum glími þó í auknum mæli við ýmis vandamál, og námsvanda. Geta ekki gripið inn í það sem gerist utan skóla „Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi,“ segir í yfirlýsingunni. Það sé á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar að taka þessum málum sem starfsfólk skólans megi ekki skipta sér að. „Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum.“ Þá segir að sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum megi vera ljóst að „alda harðnandi ofbeldis“ hafi skollið á samfélaginu öllu. og þar með töldum skólunum. Greint hefur verið frá því Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kannist ekki við meint ofbeldi og einelti í Breiðholtsskóla. „Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. „Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum.“ Gengjamyndun ekki bundin við Breiðholtið Þá segir að gengjamyndun sé ekki bundin við Breiðholtið og að hún þekkist víða. „Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður.“ Þá sé Breiðholtsskóli nú gerður að andliti ofbeldismenningar og þykir starfsfólkinu umfjöllunin einhliða. „Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir.“ Yfirlýsingu starfsmannanna má sjá hér fyrir neðan: Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla
Skólinn okkar, Breiðholtsskóli, er góður skóli með vinalegan brag og skólamenningu. Í skólanum er öflug frímínútnagæsla. Verði gæslufólk sjálft vitni að stríðni eða annarri óæskilegri hegðun, eða barn lætur vita af henni, eru öll slík mál tekin föstum tökum eins og annar ágreiningur barna í frímínútum. Við vinnum úr öllum málum sem geta á einhvern hátt flokkast sem áreitni eða ofbeldi. Virk og öflug eineltisstefna er sömuleiðis við skólann og er ákveðið eftirlitsferli sett af stað um leið og grunur leikur á að um einelti geti verið að ræða. Þannig er fjölmörgum mögulega slæmum samskiptum afstýrt. Innan bekkja er unnið með vináttu, góðan bekkjaranda og einkunnarorð skólans; ábyrgð, traust og tillitssemi. Börn í íslenskum grunnskólum eiga í auknum mæli í tilfinninga-, hegðunar-, og félagslegum vanda, auk námsvanda. Þau geta sýnt ógnandi hegðun, meitt og strítt. Börn eru jafnvel í slagtogi við nemendur úr öðrum skólum og sýna utan skólatíma ógnandi og ofbeldisfulla hegðun. Slíkt getur smitast inn í skólana í formi ótta skólasystkina við þau. Starfsmenn skóla hafa ekki lagalegar heimildir til að grípa inn í atburðarás sem gerist að vinnudegi loknum og geta með því beinlínis ógnað eigin öryggi. Það er á ábyrgð forráðamanna, félagsþjónustu, lögreglu, barnaverndaryfirvalda og Reykjavíkurborgar. Af allri umræðu um skólamál og vaxandi ofbeldi í samfélaginu er ljóst að sveitarfélög þurfa að fara að hugsa sinn gang og tryggja bæði öryggi nemenda og starfsmanna á sínum vinnustöðum. Sérhverjum sem kemur að grunnskólamálum má vera ljóst að alda harðnandi ofbeldis hefur verið að skella á samfélaginu öllu og þar með skólum undanfarin ár. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar er á meðal þeirra aðila sem hafa verið afar vel upplýstir um þau mál og ósennilegt verður að telja að Umboðsmaður barna hafi setið hjá garði þegar kemur að þekkingu um vaxandi ofbeldi. Yfirlýsingar þess efnis í fjölmiðlum að ofangreindir aðilar kannist ekki við þessa þróun kemur starfsmönnum Breiðholtsskóla í opna skjöldu og er í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum. Við veltum nú fyrir okkur hvað veldur og hvers vegna boltanum er varpað aftur á starfsmenn þegar úrræðaleysi og aðstoð við börn í vanda er alfarið á ábyrgð sveitarfélagsins. Alls staðar og ítrekað er komið að lokuðum dyrum. Nemendurnir skulu sækja sinn hverfisskóla og þar með ógna bekkjarsystkinum sínum, þó ekki sé nema með nærverunni einni. Þeir komast ekki að í Brúarskóla, Klettaskóla, BUGL eða annars staðar vegna langra biðlista. Enn lengri er biðin eftir að fá greiningu á þroskafrávikum. Í skólastefnu landsins, Skóla án aðgreiningar, eru heldur engin sérstök hegðunarver í boði innan skólanna. Breiðholtsskóli hefur reynt að setja eitt slíkt á laggirnar en það vantar bæði starfsfólk og fjármagn. Það er því krafa okkar að ríki og sveitarfélög grípi strax til aðgerða, tryggi börnum í vanda þau úrræði sem þau eiga rétt á, tryggi öðrum nemendum þá friðsamlegu skólagöngu sem þau eiga rétt á og hlúi jafnframt að sínu starfsfólki með því að viðurkenna vandann. Þau fari í uppbyggingu og lagabreytingar til að bregðast við, en hætti að vísa ábyrgðinni á okkur sem erum á gólfinu. Gengjamyndun er ekki bundin við Breiðholtið, hún þekkist víða. Við grafalvarlegt og vaxandi þjóðarmein er að etja. Börnin líða fyrir það á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi. Samfélagslegur kostnaður verður aðeins sífellt hærri og við starfsfólkið upplifum daglega ábyrgðar- og skilningsleysi ráðamanna á eigin skinni. Við finnum einnig til vanmáttar og öryggisleysis innan vinnustaðarins. Það fást fáir til að starfa lengi við slíkar aðstæður. Breiðholtsskóli er nú gerður að andliti ofbeldismenningar og umfjöllun í fjölmiðlum nokkuð einhliða. Við sem starfsfólk við skólann gerum allt sem í okkar valdi stendur, innan þeirra verklagsreglna sem okkur eru settar. Fyrir hönd skjólstæðinga okkar og okkar sjálfra krefjumst við tafarlausra úrbóta í þessum málaflokki heilt yfir. Starfsfólk Breiðholtsskóla harmar úrræðaleysi stjórnvalda. Virðingarfyllst Kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira