Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 10:01 Gíslarnir þrír, áður en þeim var sleppt í morgun. AP/Abdel Kareem Hana Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Gíslarnir heita Iair Horn (46), Sagui Dekel Chen (36) og Alexander Troufanov (29). Þeir voru fyrst færðir í hendur starfsmanna Rauða krossins, sem færðu þá í hendur hermanna og voru þeir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og á fund fjölskyldna þeirra. AP fréttaveitan segir þá hafa virst við betri heilsu en þeir þrír menn sem sleppt var úr haldi fyrir viku síðan. Í staðinn munu Ísraelar sleppa 369 Palestínumönnum úr fangelsi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga. 36 þeirra hafa þó verið dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra sem sleppt verður í dag er Ahmed Barghouti, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann var handtekin árið 2002. Hann var dæmdur fyrir að senda út sjálfsmorðsprengjumenn í seinni uppreisn Palestínumanna. Fyrr í vikunni lýstu leiðtogar Hamas því yfir að gíslunum yrði ekki sleppt og sökuðu þeir Ísraela um að brjóta gegn skilmálum vopnahlésins, sem hófst fyrir fjórum vikum síðan. Sökuðu þeir Ísraela um að draga úr flæði neyðaraðstoðar til Gasastrandarinnar en í kjölfarið sögðu Ísraelar að þeir myndu hefja átökin að nýju í dag, ef gíslunum yrði ekki sleppt. Erindrekar frá Egyptalandi og Katar eru sagðir hafa stigið inn í og miðlað málum milli deiluaðila. Því varð af fangaskiptunum í dag. Frá því vopnahléið hófst þann 19. janúar hafa Hamas-liðar sleppt 21 gísl og Ísraelar hafa sleppt rúmlega 730 Palestínumönnum úr haldi. Áætlað er að 73 Ísraelar séu enn í haldi Hamas en helmingur þeirra er talinn látinn. Photos released by the IDF show the moment released hostages Sagui Dekel-Chen, Sasha Troufanov, and Iair Horn were handed over to troops in the Gaza Strip. pic.twitter.com/bUvcW62U8G— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) February 15, 2025 Viðræður um næsta fasta ekki hafnar Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði. Times of Israel segir ráðamenn í Ísrael vilja fá Hamas til að sleppa öllum lifandi gíslum á næstu dögum en ólíklegt þykir að það verði samþykkt.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira