Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar 15. febrúar 2025 19:32 Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Júlíus Valsson Mest lesið Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Landlausir Seltirningar Fastir pennar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Hrakfallasaga Fastir pennar Fiskeldi er fjöregg Sigurður Pétursson Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Heimabrúkskenningar um hrun Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á leikskóla Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar