Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 20:12 Jude sá rautt. Ion Alcoba Beitia/Getty Images Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli. Jude Bellingham sá rautt fyrir tuð þegar Spánar- og Evrópumeistarar Real Madríd náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Osasuna. Kylian Mbappé hafði komið Real yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Federico Valverde þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ekki löngu síðar fékk Carlo Anelotti, annars yfirvegar þjálfari Real, gult spjald en þá þegar taldi Real sig hafa átt að fá tvær vítaspyrnur. Bellingham sá svo rautt á 39. mínútu. Ante Budimir jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tæp klukkustund var liðin. Eduardo Camavinga þá brotlegur eftir frábæra markvörslu Thibaut Courtois í marki Real. Belgíski markvörðurinn kom hins vegar engum vörnum við vítaspyrnu Budimir og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins. Atlético Madríd gerði einnig 1-1 jafnefli við Celta Vigo. Pablo Barrios fékk beint rautt spjald í liði Atlético þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var markalaus allt fram á 68. mínútu þegar Iago Aspas kom Celta yfir með marki úr vítaspyrnu en varamaðurinn Alexander Sørloth jafnaði metin fyrir Atlético og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Eftir leiki kvöldsins er Real á toppnum með 51 stig. Atlético er með stigi minna og Barcelona er í 3. sæit með 48 stig en á leik til góða. Í Þýskalandi gerðu Bayern München og Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen markalaust jafntefli. Eftir 22 leiki er Bayern með 55 stig en Leverkusen er í 2. sæti með 47 stig. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Jude Bellingham sá rautt fyrir tuð þegar Spánar- og Evrópumeistarar Real Madríd náðu aðeins 1-1 jafntefli gegn Osasuna. Kylian Mbappé hafði komið Real yfir með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Federico Valverde þegar aðeins stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. Ekki löngu síðar fékk Carlo Anelotti, annars yfirvegar þjálfari Real, gult spjald en þá þegar taldi Real sig hafa átt að fá tvær vítaspyrnur. Bellingham sá svo rautt á 39. mínútu. Ante Budimir jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tæp klukkustund var liðin. Eduardo Camavinga þá brotlegur eftir frábæra markvörslu Thibaut Courtois í marki Real. Belgíski markvörðurinn kom hins vegar engum vörnum við vítaspyrnu Budimir og staðan orðin 1-1. Reyndust það lokatölur leiksins. Atlético Madríd gerði einnig 1-1 jafnefli við Celta Vigo. Pablo Barrios fékk beint rautt spjald í liði Atlético þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var markalaus allt fram á 68. mínútu þegar Iago Aspas kom Celta yfir með marki úr vítaspyrnu en varamaðurinn Alexander Sørloth jafnaði metin fyrir Atlético og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Eftir leiki kvöldsins er Real á toppnum með 51 stig. Atlético er með stigi minna og Barcelona er í 3. sæit með 48 stig en á leik til góða. Í Þýskalandi gerðu Bayern München og Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen markalaust jafntefli. Eftir 22 leiki er Bayern með 55 stig en Leverkusen er í 2. sæti með 47 stig.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti