Bayern er nú með 38 stig á toppnum í alveg gífurlega spennandi baráttu um þýska meistaratitilinn. Frankfurt gæti mögulega náð Bayern með sigri gegn Wolfsburg í leik sem nú stendur yfir, en þar er staðan hins vegar 2-0 fyrir Wolfsburg.
Það var danska markamaskínan Pernille Harder sem skoraði sigurmark Bayern í dag, eftir korters leik, þegar hún skallaði boltann í netið eftir sendingu frá vinstri fram í teiginn.

Fyrr í dag urðu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur í Leverkusen að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Hoffenheim. Karólína var í liði Leverkusen fram að 79. mínútu.
Tapið þýðir að Leverkusen, sem hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum sínum, er í 4. sæti með 30 stig, nú átta stigum frá toppnum.
Næst á dagskrá hjá Glódísi og Karólínu eru landsleikirnir við Sviss á föstudaginn og við Frakkland 25. febrúar, í Þjóðadeildinni.