Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og eru í hálfgerðri fallbaráttu þegar 13 umferðir eru eftir af tímabilinu. Heimavallarárangur Tottenham hefur verið hreint út skelfilegur og hafði liðið ekki unnið í síðustu sjö heimaleikjum sínum þangað til Manchester United kom í heimsókn þann 16. febrúar.
Þann 3. nóvember vann Tottenham 2-1 heimasigur á Aston Villa. Þó Spurs hafi unnið útisigra á Brentford og Southampton sem og heimaleiki í öðrum keppnum, þar á meðal 4-3 sigur á Man Utd í enska deildarbikarnum, hafði liðið ekki unnið leik á heimavelli fyrr en um liðna helgi.
Leikirnir sem um er ræðir eru:
- 10. nóvember 2024: Tottenham 1-2 Ipswich Town
- 1. desember 2024: Tottenham 1-1 Fulham
- 8. desember 2024: Tottenham 3-4 Chelsea
- 22. desember 2024: Tottenham 3-6 Liverpool
- 29. desember 2024: Tottenham 2-2 Wolves
- 4. janúar 2025: Tottenham 1-2 Newcastle United
- 26. janúar 2025: Tottenham 1-2 Leicester City
Sigurinn á Man United lyftir Tottenham upp í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 30 stig á meðan Man Utd er í 15. sæti með 29 stig.