Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. febrúar 2025 14:02 Ronaldo var gestur í hlaðvarpi annarrar brasilískrar goðsagnar, Romario. Angel Martinez/Getty Images Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum. Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar Real Madrid festi kaup á Dananum Gravesen frá Everton í janúar 2005. Stjörnum prýddur leikmannahópur spænska stórliðsins var illa samsettur á þeim tíma. Þrátt fyrir að hafa Zinedine Zidane, Luis Figo, Ronaldo, Raúl, Michael Owen, David Beckham og fleiri til innanborðs gekk liðinu illa að vinna titla. Í janúar 2005 var töluverð þörf á djúpum miðjumanni eftir brotthvarf Claude Makélélé og Esteban Cambiasso misserin á undan. Gravesen hafði að vísu ekki spilað sem djúpur miðjumaður hjá Everton, heldur hafði félagi hans á miðjunni, Lee Carsley verið dýpri af þeim tveimur. Margur grínaðist þá með að Real hefði keypt ranga sköllótta miðjumanninn frá Liverpool-borg. Sköllóttu félagarnir Carsley og Gravesen mynduðu sterkt par á miðju Everton.Chris Young - PA Images/PA Images via Getty Images Allskyns sögur fóru af skaphundinum Gravesen á ferli hans. Líkt og annars staðar gustaði um Danann í spænsku höfuðborginni. Stórstjörnunni Ronaldo leist ekki á kauða. Aðspurður hver væri sá versti sem hann spilaði með á löngum ferli lá Ronaldo ekki á svörum. „Það er einn hjá Real Madrid sem var algjör brandari, Gravesen. Hann var danskur miðjumaður. Hann var svalur náungi og ágætur gaur. Það er ekki langt síðan hann vann einhverjar 50 milljónir í pókermóti. En hvað fótboltann varðar var hann slakur og hann lamdi menn í spað,“ sagði Ronaldo í hlaðvarpi landa hans Romário en þeir unnu saman HM með Brössum árið 1994. Gravesen lék ekki með neinum aukvisum í stjörnum prýddu liði Real Madrid.Etsuo Hara/Getty Images Gravesen yfirgaf Real Madrid sumarið 2006 eftir að Ítalinn Fabio Capello hafði tekið við liðinu. Dagar Gravesen voru taldir eftir að hann tók Brassann unga Robinho hálstaki á æfingu. Þá hafði soðið upp úr eftir harkalega tæklingu Danans á Robinho. „Hann er dálítið sérstakur. Ég forðast átök við hann. Hann vinnur vel taktískt en hegðun hans er svona og ég kann ekki við það. Það þarf að gera allt eftir hans höfði,“ var haft eftir Capello eftir uppákomuna og skömmu síðar var Gravesen horfinn á braut. Daninn fór til Celtic og varð þar liðsfélagi Theodórs Elmars Bjarnasonar sem snerti stuttlega á honum í viðtali við Vísi í haust. Gravesen hætti fótboltaiðkun aðeins 32 ára, árið 2008, en hefur síðan grætt vel á fjárhættuspilum og fasteignakaupum. Bróðir hans, Peter Gravesen, lék með Fylki hér á landi í þrjú tímabil, frá 2006 til 2008.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira