Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun