Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Oliver Bearman talaði kannski aðeins af sér á blaðamannafundi fyrir sitt fyrsta tímabil sem fastráðinn formúlu 1 ökumaður. Getty/Clive Mason Breski ökuþórinn Ollie Bearman missti svolítið út úr sér á blaðamannafundi fyrir formúlu 1 tímabilið. Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025
Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira