Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 09:30 Stutta svarið er, ég veit það ekki. Ég er íbúi Kópavogs, næst stærsta sveitafélags landsins. Við fjölskyldan almennt stoltir Kópavogsbúar. Rekstur sveitafélags byggist alfarið á notkun á fé frá okkur íbúum, útsvarsgreiðendunum, og sem Kópavogsbúi geri ég þá kröfu að innviðir séu í lagi, götur mokaðar, ruslið hirt, við nýtum okkur þjónustu íþróttafélaganna og allt þetta. Ég veit að þetta er hellings batterí að reka og gera það vel. Ég er almennt þakklát fyrir að geta lagt mitt til samfélagsins í formi skatta og útsvarsgreiðslna og jafna þannig aðgengi allra að þjónustu en geri þá einföldu kröfu, að mér finnst, að fjármagninu séu varið á ábyrgan hátt og þær þjónustur sem ég nýti, eins og leik- og grunnskólastigið mæti þörfum barna minna. Á nýafstöðnu Viðskiptaþingi var umræðunni að miklu leyti varið í meðferð opinberra fjármuna. Það er mikilvægt að taka umræðuna um ábyrga meðferð skattfés enda erfitt að komast í umræðuna um framtíð og möguleika atvinnulífsins ef rekstrarumhverfið er ekki í lagi. En þetta verður á köflum aðeins eins og að fylgjast með þingsjónvarpinu, frasakennd umræða og hver er fyndnastur. Ferskan blæ, með áherslu á úrbætur frekar en þá stöðnun sem ríkir í pólitískri umræðu og sérstaklega umræðu um menntamál, mátti þó greina í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs. Um leið og hún fór yfir marga hluti sem eru vel útfærðir í starfsemi sveitafélagsins þá kynnti hún metnaðarfull markmið um enn frekari úrbætur á menntakerfinu í Kópavogi en eins og þekkt er hefur núverandi meirihluti þar tekið leikskólamálin, farsællega, föstum tökum. Yfir 60% af útsvarstekjum bæjarbúa er varið í menntamál og það er ábyrgðarverk að þessu fjármagni sem frá okkur kemur sé varið á réttan hátt. Opinbera menntakerfið á Íslandi ætti að vera framúrskarandi á heimsvísu miðað við hlutfall tekna sem til þess fer, en svo er því miður ekki. Við ættum að geta borið okkur saman við sterkustu einkareknu kerfin miðað við þann kostnað sem af menntakerfinu fellur. Það er sjálfsögð krafa okkar foreldra að við vitum hvernig börnin okkar standa í námi og að þeir sem fara með fjármagnið okkar geti borið saman getu nemenda og skóla með umbótahugsun að leiðarljósi. Ég hef nýtt mér þjónustu grunnskóla í Kópavogi í 11 ár, og sakna þess mjög að hafa ekki betri yfirsýn yfir stöðu dætra mína í námi sem nú er stýrt með óskiljanlegum litakóðum og stöfum sem spanna breytt getubil. Mér minnistætt þegar ég var í grunnskóla og við rökræddum ítarlega hvort væri betra gott eða ágætt í hegðunareinkunn (slæmt og lélegt útskýrðu sig sjálf), en tölugildin í matseinkunum stóðu fyrir sínu, annaðhvort gekk manni vel eða þurfti að gera betur. Ég rakst harkalega á stöðu ágætlega gefinnar eldri dóttur minnar í námi þegar hún hóf nám í menntaskóla og í ljós kom að „Bé-in“ og plúsarnir voru nú ekki endilega að byggja undir alla þá þekkingu sem skólinn sem hún sækir nú gerði ráð fyrir að hún byggi yfir eftir grunnskóla. Svo heyrir maður af börnum sem koma úr „einkunnarverðbólgu“ skólum og fengu greiðastan aðgang að menntaskólakerfinu sem standa svo ekki keik og undir þeirri getu sem þau telja sig búa yfir. Þetta gerir engum greiða. Þær áskoranir sem grunnskólakerfið er að glíma við í dag eins og skortur á yfirsýn nemenda og foreldra á námsstöðu barna sem Ásdís leiddi svo vel inná Viðskiptaþingi. náði þess vegna eyrum mínum. Núverandi forysta í Kópavogi hefur sett menntamálin á dagskrá og sýnt í verki að það er hægt að hreyfa við menntakerfinu með skynsamlegum aðgerðum eins og árangurinn sýnir í leikskólamálum. Ég tek þeim áformum fagnandi að til standi að svari ákalli nemenda og foreldra að tryggja yfirsýn um námsstöðu barna með mælanlegu námsmati. Auðvitað eigum við foreldrar rétt á að vita hvar börnin okkar standa í námi. Þannig fáum við tækifæri til að stíga fastar inn með skólanum ef á þarf að halda eða hvetja til áframhaldandi góðs árangurs. Án árangursmælinga er erfitt fyrir nemendur, kennara og stjórnendur að bregðast við og bæta sig. Vel rekin kerfi og fyrirtæki byggja á markmiðasetningu og mælikvörðum sem starfsmenn og notendur þekkja og stefna að sama marki. Börnin okkar eiga rétt á menntun á heimsmælikvarða í okkar velferðarsamfélagi. Við útsvarsgreiðendur eigum rétt á heimsklassa menntakerfi miðað við það fjármagn sem til þess er varið en ekki botnskröpunar í Pisa. Við Kópavogsbúar eigum að sameinast um þessar breytingar og fagna umbótasinnuðum forsvarsmönnum sveitafélagsins okkar. Það styrkir samfélagið okkar, gerir eftirsóknarvert að flytja í bæjarfélagið okkar og styrkir alla okkar inniviði. Við eigum að hafa markmið um besta menntakerfi landsins. Það er gott að búa í Kópavogi en um leið er mikilvægt að byggja undir sterka framtíð Kópavogs og barnanna okkar. Höfundur er móðir og útsvarsgreiðandi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er, ég veit það ekki. Ég er íbúi Kópavogs, næst stærsta sveitafélags landsins. Við fjölskyldan almennt stoltir Kópavogsbúar. Rekstur sveitafélags byggist alfarið á notkun á fé frá okkur íbúum, útsvarsgreiðendunum, og sem Kópavogsbúi geri ég þá kröfu að innviðir séu í lagi, götur mokaðar, ruslið hirt, við nýtum okkur þjónustu íþróttafélaganna og allt þetta. Ég veit að þetta er hellings batterí að reka og gera það vel. Ég er almennt þakklát fyrir að geta lagt mitt til samfélagsins í formi skatta og útsvarsgreiðslna og jafna þannig aðgengi allra að þjónustu en geri þá einföldu kröfu, að mér finnst, að fjármagninu séu varið á ábyrgan hátt og þær þjónustur sem ég nýti, eins og leik- og grunnskólastigið mæti þörfum barna minna. Á nýafstöðnu Viðskiptaþingi var umræðunni að miklu leyti varið í meðferð opinberra fjármuna. Það er mikilvægt að taka umræðuna um ábyrga meðferð skattfés enda erfitt að komast í umræðuna um framtíð og möguleika atvinnulífsins ef rekstrarumhverfið er ekki í lagi. En þetta verður á köflum aðeins eins og að fylgjast með þingsjónvarpinu, frasakennd umræða og hver er fyndnastur. Ferskan blæ, með áherslu á úrbætur frekar en þá stöðnun sem ríkir í pólitískri umræðu og sérstaklega umræðu um menntamál, mátti þó greina í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs. Um leið og hún fór yfir marga hluti sem eru vel útfærðir í starfsemi sveitafélagsins þá kynnti hún metnaðarfull markmið um enn frekari úrbætur á menntakerfinu í Kópavogi en eins og þekkt er hefur núverandi meirihluti þar tekið leikskólamálin, farsællega, föstum tökum. Yfir 60% af útsvarstekjum bæjarbúa er varið í menntamál og það er ábyrgðarverk að þessu fjármagni sem frá okkur kemur sé varið á réttan hátt. Opinbera menntakerfið á Íslandi ætti að vera framúrskarandi á heimsvísu miðað við hlutfall tekna sem til þess fer, en svo er því miður ekki. Við ættum að geta borið okkur saman við sterkustu einkareknu kerfin miðað við þann kostnað sem af menntakerfinu fellur. Það er sjálfsögð krafa okkar foreldra að við vitum hvernig börnin okkar standa í námi og að þeir sem fara með fjármagnið okkar geti borið saman getu nemenda og skóla með umbótahugsun að leiðarljósi. Ég hef nýtt mér þjónustu grunnskóla í Kópavogi í 11 ár, og sakna þess mjög að hafa ekki betri yfirsýn yfir stöðu dætra mína í námi sem nú er stýrt með óskiljanlegum litakóðum og stöfum sem spanna breytt getubil. Mér minnistætt þegar ég var í grunnskóla og við rökræddum ítarlega hvort væri betra gott eða ágætt í hegðunareinkunn (slæmt og lélegt útskýrðu sig sjálf), en tölugildin í matseinkunum stóðu fyrir sínu, annaðhvort gekk manni vel eða þurfti að gera betur. Ég rakst harkalega á stöðu ágætlega gefinnar eldri dóttur minnar í námi þegar hún hóf nám í menntaskóla og í ljós kom að „Bé-in“ og plúsarnir voru nú ekki endilega að byggja undir alla þá þekkingu sem skólinn sem hún sækir nú gerði ráð fyrir að hún byggi yfir eftir grunnskóla. Svo heyrir maður af börnum sem koma úr „einkunnarverðbólgu“ skólum og fengu greiðastan aðgang að menntaskólakerfinu sem standa svo ekki keik og undir þeirri getu sem þau telja sig búa yfir. Þetta gerir engum greiða. Þær áskoranir sem grunnskólakerfið er að glíma við í dag eins og skortur á yfirsýn nemenda og foreldra á námsstöðu barna sem Ásdís leiddi svo vel inná Viðskiptaþingi. náði þess vegna eyrum mínum. Núverandi forysta í Kópavogi hefur sett menntamálin á dagskrá og sýnt í verki að það er hægt að hreyfa við menntakerfinu með skynsamlegum aðgerðum eins og árangurinn sýnir í leikskólamálum. Ég tek þeim áformum fagnandi að til standi að svari ákalli nemenda og foreldra að tryggja yfirsýn um námsstöðu barna með mælanlegu námsmati. Auðvitað eigum við foreldrar rétt á að vita hvar börnin okkar standa í námi. Þannig fáum við tækifæri til að stíga fastar inn með skólanum ef á þarf að halda eða hvetja til áframhaldandi góðs árangurs. Án árangursmælinga er erfitt fyrir nemendur, kennara og stjórnendur að bregðast við og bæta sig. Vel rekin kerfi og fyrirtæki byggja á markmiðasetningu og mælikvörðum sem starfsmenn og notendur þekkja og stefna að sama marki. Börnin okkar eiga rétt á menntun á heimsmælikvarða í okkar velferðarsamfélagi. Við útsvarsgreiðendur eigum rétt á heimsklassa menntakerfi miðað við það fjármagn sem til þess er varið en ekki botnskröpunar í Pisa. Við Kópavogsbúar eigum að sameinast um þessar breytingar og fagna umbótasinnuðum forsvarsmönnum sveitafélagsins okkar. Það styrkir samfélagið okkar, gerir eftirsóknarvert að flytja í bæjarfélagið okkar og styrkir alla okkar inniviði. Við eigum að hafa markmið um besta menntakerfi landsins. Það er gott að búa í Kópavogi en um leið er mikilvægt að byggja undir sterka framtíð Kópavogs og barnanna okkar. Höfundur er móðir og útsvarsgreiðandi í Kópavogi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun