Atalanta var 3-1 undir, samanlagt 5-2 í einvíginu, þegar Toloi lenti saman við Maxime De Cuyper, leikmann Club Brugge. De Cuyper truflaði innkast sem Toloi hugðist taka og þeim síðarnefnda var hreint ekki skemmt.
Hann reyndi að kasta boltanum í Belgann en missti boltann og hrasaði við þá athöfn. Þá spratt hann á fætur og rúgbýtæklaði De Cuyper. Dómari leiksins var ekki lengi að rífa upp reisupassann í kjölfarið.
Þetta kómíska atvik má sjá í spilaranum í lýsingu Kristins Kjærnested, sem gat ekki annað en hlegið af fíflagangi brasilíska varnarmannsins.
Fjórir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Stórleikur kvöldsins er milli Real Madrid og Manchester City á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00.