Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2025 14:53 Þorramaturinn nýtur mikilla vinsælda ár hvert. Wikipedia Commons Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi. Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira
Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi.
Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Sjá meira