Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar 19. febrúar 2025 16:02 Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Félögum í VR gefst brátt færi á að velja sér forystu til næstu ára og hafa þannig áhrif á það hvernig félagið þeirra starfar fyrir þá. Til þess að nýta þau áhrif þarf hins vegar að taka þátt í kosningunum. Kosningar til stjórnar og formanns VR hefjast 6. mars og lýkur þann 13. Þær eru rafrænar og því er einfalt fyrir okkur félagsfólk að kjósa í þeim. Við erum svo heppin að í framboði eru 17til sjórnar og við erum fjögur sem sækjumst eftir formannsembættinu. Það er styrkur fyrir félagsmenn að hafa úr svo mörgum að velja þegar kemur að því að velja stjórn og forystu fyrir félagið okkar. En það er ekki nóg að það séu margir í framboði, við þurfum líka að kjósa sem allra allra flest. Þannig tryggjum við það að stjórnin endurspegli félagið allt og sé með hagsmuni félagsfólks að leiðarsljósi í öllu sem húntekur sér fyrir hendur. Til þess að svo verði þurfum við að kjósa sem flest og ekki afhenda öðrum völdin í félaginu með því að kjósa ekki – ef við nýtum ekki atkvæði okkar þá erum við í raun og veru að láta einhverja aðra kjósa fyrir okkur. Við skulum líka varast það að horfa á sértæka hagsmuni einstakra hópa og láta þannig skipta okkur upp í einhvers konar fylkingar, við eigum öll að hugsa um hag hvers annars.Okkur kemur öllum við hvernig aðstæður barnafólks eru, hvernig kaup og kjör eru á misjöfnum sviðum, hvernig eldri félagsmenn hafa það og svo framvegis. Látum ekki skipta okkur upp með gylliboðum heldur vinnum öll saman að því að gera félagið okkar sterkara. Við þurfum að vera sterkari í því að tala við og fyrir allt okkar fólk, að vera stöðugt í samtali um grundvallaratriðiin; um góða afkomu, öruggt húsnæði, réttindi við veikindi og sjúkdóma, fæðingarstyrki og margvíslega aðra sjóði. Við þufum að stíga raunveruleg skref í styttingu vinnuvikunnar og dragast þar ekki aftur úr ýmsum öðrum hópum. Við þurfum að skoða orlofsmál og viðbótarréttindi þar og einnig hvernig hægt er að hjálpa fólki að minnka við sig vinnu þegar líður að starfslokum. Félagið er byggt upp af okkur almennum félögum, fólki sem lifir sínu lífi og tekst á við þær áskoranir sem hversdagurinn býður upp á. Hinn almenni félagsmaður þarf sinn málsvara; formann með reynslu úr ólíkum áttum, sem er ekki hluti af neinum fylkingum, og laðar fólk með sér þegar kemur að því að taka ákvarðanir og vinnur að því að við höfum sameiginlega sýn. Formann sem er hluti af vef þar sem hver þráður skiptir máli og skilur og deilir lífsbaráttu félagsfólks VR. Formann sem fylkir fólki saman, því saman erum við sterkari. Ég býð mig fram til að vera sá formaður fyrir VR næstu 4 árin. Vonandi nýtum við öll atkvæðisréttinn í komandi kosningum og eigum samleið í því að gera VR að enn öflugra félagi. Flosi Eiríksson, höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram sem formann VR.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun