Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar 19. febrúar 2025 18:31 Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Vegagerð Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er óviðunandi ástand að vegakerfið á Íslandi sé að brotna undan eigin þunga. Sá augljósi skortur sem orðið hefur á viðhaldi og nýfjárfestingu í vegakerfi landsins leiðir af sér kostnað fyrir atvinnulíf og íbúa og tækifæri glatast til nýrrar verðmætasköpunar. Þá er ónefnt tjón samfélagsins vegna beinlínis hættulegra aðstæðna á vegum. Greiðar leiðir skapa verðmæti og skapa störf. Þær leiða bæði til gjaldeyrissköpunar og gjaldeyrissparnaðar fyrir þjóðarbúið. Þær spara tíma, sameina atvinnu-, skóla- og menningarsvæði og færa fólk nær hvert öðru. Vegir landsins hafa gegnt lykilhlutverki í að fjölga stoðum atvinnulífs og fjölga íbúum um nær allt land. Vegaframkvæmdir skapa hagvöxt og skila sér í flestum tilfellum beint og óbeint fjárhagslega til baka. Skortur er heimatilbúinn vandi Skortur á fjármagni til viðhalds og uppbyggingar á þjóðhagslega mikilvægum innviðum er heimatilbúinn vandi og er til vitnis um flöskuháls í miðlun fjármagns til framfaramála fyrir þjóðarbúið. Ég mæli með nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi. Þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu áætluð 265-290 ma.kr. Á meðan er áætluð viðhaldsfjárfesting Vegagerðarinnar ár hvert um 13-17 ma.kr. Samtök iðnaðarins eru ekki bjartsýn á að unnið verði á viðhaldsskuldinni og metur framtíðarhorfur fyrir þjóðvegi landsins neikvæða. Það hljómar á skjön við stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar þar sem segir m.a. að hefja skuli kraftmiklar samgönguframkvæmdir um land allt og vinna á viðhaldsskuld í vegakerfinu. Eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært. Hagsmunir sjóðfélaga og samfélagsins fara saman Ég fæ ekki séð að það verði gert öðruvísi en með þátttöku íslenskra lífeyrissjóða. Það er eðlilegt enda er stærsta hagsmunamál sjóðfélaga lífeyrissjóðanna að íslenska hagkerfið haldi áfram að vaxa og störfum haldi áfram að fjölga, ekki síst í greinum sem skapa gjaldeyri fyrir þjóðarbúið. Það er forsenda þess að ekki þurfi að koma til hækkunar á lífeyrisaldri eða skerðing á réttindum í framtíðinni. Bróðurpartur sparnaðar landsmanna er bundinn í lífeyrissjóðum enda ráðstafa flestir launþegar að jafnaði hátt í 20% af launum sínum í lífeyrissparnað. Eignir íslenska lífeyriskerfisins voru um áramót 8.200 ma.kr. Ólíkt flestum lífeyriskerfum er það nánast fullfjármagnað og þarf því í framtíðinni að litlu leyti að reiða sig á framlag frá skattgreiðendum framtíðarinnar. Á hverju ári þarf kerfið að fjárfesta fyrir að jafnaði um í kringum 500 ma.kr. fyrir hreint innflæði og fjárstreymi af eignum. Það er tímabært að hluti þeirrar fjárfestingar verði í vegakerfi landsins. Sem fyrst þarf að skapa umgjörð slíkrar fjárfestingar en útfærsla getur verið með ýmsum hætti. Innviðir eru forsenda hagvaxtar Svo vitnað sé í Alþjóðabankann þá hafa lífeyriskerfi tvíþættu hlutverki að gegna. Annars vegar að tryggja sjóðfélögum ávöxtun, og þar með tekjur við starfslok eða örorku, og hins vegar að stuðla að langtímasparnaði sem leiðir til fjárfestingar sem skapar og viðheldur hagvexti. Þessi tvö markmið haldast í hendur. Ef ekki er hagvöxtur þá verður engin raunávöxtun fyrir sjóðfélaga. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga hér á landi þar sem litlum öðrum sparnaði er til að dreifa heldur en þeim sem er í vörslu lífeyrissjóða. Því er flest fjárfesting í landinu með beinum og óbeinum hætti háð þátttöku lífeyrissjóða. Næstum 40% af eignum íslenskra lífeyrissjóða eru erlend og hefur hlutfall erlendra eigna aukist jafnt og þétt síðustu ár. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar til að tryggja gjaldeyrisstöðuleika til langframa, og hins vegar er íslenskur fjármálamarkaður einfaldlega of lítill fyrir okkar stóra lífeyriskerfi. Að hluta til vegna þess að lífeyrissjóðir hafa hingað til sáralítið fjárfest þar sem þörfin er mest, í innviðum landsins. Á Íslandi búum við yfir ógrynni tækifæra til að skapa verðmæti, ný og fjölbreytt störf um land allt. Innviðir eru lykilforsenda hagvaxtar. Óvíða er tilefnið og tækifærið til innviðafjárfestingar stærra en í vegakerfinu. Það er brýnt að tryggja sem fyrst fjármögnun og fyrirkomulag verkefnisins þannig að við getum raunverulega hafist handa við að greiða inn á skuld samfélagsins við vegakerfið. Höfundur er sveitarstjóri í Borgarbyggð og starfaði þar á undan í rúmlega tvo áratugi á fjármálamarkaði t.d. við greiningu, eignastýringu og markaðsviðskipti.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun