Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 22:06 Sævar Þór Jónsson segir tíðni þess að hjón geri kaupmála fara vaxandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira