Stórskemmdi grasflötina við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason og Kjartan Kjartansson skrifa 20. febrúar 2025 13:19 Rútan er pikkföst. Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira