Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2025 15:10 Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar, Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri Þorlákshafnar, Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna, við undirritun viljayfirlýsingar um Coda Terminal í Ölfusi. Carbfix Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira
Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði.
Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Sjá meira
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05