Segir menntuð fífl hættuleg fífl Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 16:12 Lýður fettir fingur út í það sem hann telur sérfræðingablæti þeirra Huldu og Þorsteins: „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Vísir Lýður Árnason læknir blandar sér með óvæntum hætti inn í „rimmu“ þeirra Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og þeirra hjóna Huldu Tölgyes sálfræðings og Þorsteins V. Einarssonar kynjafræðings. „Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Mikill blástur er nú um innlegg Þorgríms Þráinssonar vegna líðan barna í skólum. Sérfræðingar átelja meiningar hans og telja jafnvel skaðlegar krökkum,“ segir Lýður í Facebook-færslu sem hefur vakið verulega athygli. Vísir greindi fyrr í dag frá harðri gagnrýni þeirra hjóna á messu Þorgríms sem taldi börn og ungmenni í tómu tjóni, meðal annars vegna farsímanotkunar og pilluáts. Hulda og Þorsteinn töldu þetta alveg úr vegi og töldu reyndar nálgun Þorgríms aftan úr grárri forneskju: „Lífsskoðanir og forneskjulegar hugmyndir miðaldra rithöfundar með enga haldbæra menntun á sviðinu sem hann er að tjá sig um.“ Lýður fettir fingur út í þessa nálgun, segir hnýtt í menntun Þorgríms og raunar sagt að þeir sem ekki hafa menntun á þessu sviði eigi ekkert upp á pallborðið. Sem sagt, þeir eigi að halda kjafti og hlusta á sérfræðingana. „Sem einum úr þeirra hópi lærði ég þetta á langri háskólagöngu: Þeir sem fífl eru fyrir og mennta sig verða hættuleg fífl. Eitt stærsta mein í þessu samfélagi eru nefnilega sérfræðingar sem telja sig eina þess umkomna að mæla með viti og með þessu skapa þeir sér ómælda vinnu, oft um ekki neitt.“ Lýður segir að með þessu sé hann ekki að segja Þorgrím Þráinsson hafi rétt fyrir sér, alls ekki. „Það er hinsvegar grunnregla sem allir ættu að vita af, jafnvel sérfræðingar, að beina gagnrýni sinni að skoðun manna en ekki gera lítið úr aldri þeirra, menntun eða reynslu.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Skóla- og menntamál Samfélagsmiðlar Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira