Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2025 14:04 Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli. Egill Aðalsteinsson Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands. Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar. Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Icelandair tók sína fyrstu Airbus-vél í notkun undir lok síðasta árs en félagið hefur fram að þessu notað Boeing-þotur í áætlanaflugi sínu. Allar ferðir Icelandair á Airbus-vélinni eru þjálfunarferðir á meðan verið er að taka hana í notkun, að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúar Icelandair. Reglur um þjálfunarflug kveða á um að skyggni þurfi að vera gott til lendingar. Af þessum sökum var ekki hægt að lenda vélinni á Gardemoen-flugvelli í Osló í hádeginu, að sögn Guðna. „Það er bara verið að fara eftir öryggisreglugerðum varðandi þjálfun,“ segir hann. Vélinni var flogið til Arlanda-flugvallar í Stokkhólmi þar sem farþegum var gefið val um að stíga frá borði eða fljúga heim til Íslands. Guðni segir að skyggni geti breyst með skömmum fyrirvara. Ekki hafi legið fyrir þegar vélin lagði af stað frá Keflavík rétt fyrir klukkan átta í morgun eða veðuraðstæður hefðu áhrif á lendingu. Byggja upp flugmannahópinn Önnur Airbus-vél verður tekin í notkun seinna í þessum mánuði og tvær til viðbótar fyrir sumarið. Guðni segir að unnið sé að því að byggja upp flugmannahóp fyrir vélarnar og því séu margir flugmenn í þjálfun þessa dagana. Airbus-vélarnar eru mest notaðar í Evrópuflug til þess að flugleggir séu styttri og fleiri flugmönnum gefist tækifæri til þess að taka lokaþjálfun á þær. Þeir hafi þegar farið í gegnum ítarlega þjálfun í flughermi. „Þetta mun halda áfram til þess að byggja upp flugmannahópinn,“ segir Guðni um þjálfunarferðirnar.
Fréttir af flugi Icelandair Noregur Svíþjóð Airbus Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira