„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. febrúar 2025 20:15 Þorsteinn Halldórsson var hóflega sáttur með leik íslenska kvennalandsliðsins í kvöld. Marco Steinbrenner/DeFodi Images via Getty Images „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira
Leikur kvöldsins var heldur bragðdaufur og liðin buðu ekki upp á mörg færi. Íslensku stelpurnar voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik, en leikur liðsins var ekki jafn góður í upphafi þess seinni. „En mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög illa. Við vorum langt frá mönnum og vorum að tapa honum á vondum stöðum þannig að við gáfum þeim smá sjálfstraust fannst mér og þær gátu þá keyrt á okkur. Þær voru svosem ekki að skapa neitt og ég held að Cecilía hafi ekki þurft að verja eitt einasta skot,“ sagði Þorsteinn enn fremur í viðtali við RÚV eftir leik. Seinni hálfleikur var bara ekki nógu góður og við þurfum aðeins að fara yfir hvað við getum gert betur þar.“ Þrátt fyrir að hafa ekki þótt leikur liðsins nógu góður gerði Þorsteinn ekki skiptingu fyrr en tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka. En hvers vegna gerði hann ekki breytingu fyrr? „Ég bara bjóst við meiru af leikmönnum. Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur.“ Íslenska liðið skapaði sér lítið af færum í leik kvöldsins, en Þorsteini fannst liðið þó geta gert betur úr þeim stöðum sem liðið skapaði. „Við komumst nokkuð oft í einn á einn stöður á risaplássi. Mér fannst vera að slitna á milli hjá þeim í seinni hálfleik og var svona að vonast til að við gætum nýtt okkur það betur því við vorum að fá einn á einn á mjög góðum svæðum og vorum að koma okkur í mjög fínar stöður til að skapa dauðafæri.“ „En við náðum því aldrei og það vantaði svona herslumuninn þar,“ sagði Þorsteinn. Já, gamli góði herslumunurinn leikur lið oft grátt, en Þorsteinn segir að hann hefði tekið því að ná jafntefli úr leik kvöldsins ef honum hefði verið boðið það fyrir leik. „Já algjörlega. Þetta eru allt góð lið sem við erum að spila á móti og auðvitað vill maður vinna þessa leiki. En stig er alls ekki slæmt,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira