Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 10:39 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins. Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda. Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Forsvarsmenn sex hagsmunasamtaka landbúnaðar- og matvælaframleiðenda á Íslandi höfðu mótmælt áformunum og sagt að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Umræða um tollflokkun pitsaosts hefur verið hávær síðan greint var frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, birti í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs, þannig innflutningur ostsins verði tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Sjá: Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts „Ég hef heyrt áhyggjur bænda“ Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greinir frá ákvörðuninni í færslu á Facebook. Hún segir að ríkisstjórnin sé einhuga í því að stunda virkt samráð og hlusta á mismunandi sjónarmið. „Ég hef heyrt áhyggjur bænda af því að til standi að breyta tollflokkun jurtaosts til samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og að breytingin kunni að hafa í för með sér neikvæð áhrif á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.“ Hún hafi átt gott samtal við Daða Má um alla anga þessa máls og í kjölfarið hafi hann ákveðið að afturkalla áformin. Til standi að hefja frekari skoðun málsins, eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmunineytenda.
Skattar og tollar Matur Neytendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02