Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 23:17 Leikir á heimsmeistaramótinu sumarið 2026 munu meðal annars fara fram í New York. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði. Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa. HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa.
HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira