Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:01 Eir Chang Hlésdóttir vann tvær greinar á Meistaramótinu í gær og Ísold Sævarsdóttir, til vinstri, bætti sig í tveimur greinum. FRÍ Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í gær en þar var sett eitt aldursflokkamet og alls voru þrjátíu persónulegar bætingar. Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sjá meira
Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Sjá meira