Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 09:01 Eir Chang Hlésdóttir vann tvær greinar á Meistaramótinu í gær og Ísold Sævarsdóttir, til vinstri, bætti sig í tveimur greinum. FRÍ Fyrri dagur Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í gær en þar var sett eitt aldursflokkamet og alls voru þrjátíu persónulegar bætingar. Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Sjá meira
Ellefu Íslandsmeistarar voru krýndir og vann ÍR-ingurinn Eir Chang Hlésdóttir tvo þeirra. Hún vann bæði 60 metra hlaupið og 400 metra hlaupið. Sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir, sem var komin í íslenska A-landsliðið í körfubolta en valdi frjálsarnar síðasta sumar, heldur áfram að bæta sig og fór í gær í fyrsta sinn yfir sex metrana í langstökki eftir bætingu um meira en tíu sentímetra. Hún bætti sig einnig í 60 metra hlaupinu og þetta lofar góðu fyrir þrautatímabilið. ÍR-ingar leiða stigakeppnina eftir fyrri daginn en þeir eru með 23 stig. FH-ingar eru í öðru sæti 22 stig en í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig. Seinni dagurinn fer fram á sama stað í Laugardalshöllinni í dag á milli eitt og fjögur. Hér fyrir neðan má sjá flotta samantekt á deginum hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Samantekt FRÍ Í stangarstökki karla sigraði Grétar Björn Unnsteinsson (Fjölnir) en hann stökk 4,23 m. hann átti stórbætingu um síðustu helgi þegar hann stökk 4,61 m og hann er greinilega í góðum gír því hann setti rána í 4,71 m og átti bara fínustu tilraunir á þá hæð. Í öðru sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) sem stökk 3,93 m og þriðja sætinu deildu liðsfélagarnir Úlfar Jökull Eyjólfsson (Ármann) og Karl Sören Theodórsson (Ármann) en þeir stukku 3,83 m og er það persónuleg bæting hjá þeim báðum. Úlfar Jökull átti áður 3,80 m og Karl Sören átti áður 3,78 m. Virkilega gaman að sjá þessa grósku í stangartökki. Í hástökki kvenna var það Birta María Haraldsdóttir (FH) sem sigraði en hún stökk 1,74 m. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Í Hafsteinsdóttir (FH) en hún stökk einnig 1,74 m, og er það persónuleg bæting um 1 cm og í þriða sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) sem stökk 1,65 m. Í langstökki karla var það Daníel Ingi Egilsson (FH) sem sigraði með stökki upp á 7,23 m. Í öðru sæti var Þorleifur Einar Leifsson (Breiðablik) en hann stökk 6,67 m og Tobías Þórarinn Matharel (UFA) var í því þriðja með stökk upp á 6,56 m. Það var Daði Arnarson (Fjölnir) sem sigraði 1500 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 03:58,91 mín., en það frábær bæting hjá Daða og hann fór í fyrsta skipti undir 4 mínútur, en hans besti tími var 04:02,94 frá því á RIG í lok janúar. Annar var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 04:01,46 mín. og Jökull Bjarkason (ÍR) var þriðji á tímanum 04:06,54 mín., sem er persónuleg bæting, en hans besti tími var frá 2022, 04:06,81 mín. Frábær árangur í 1500 m hlaupinu. Það var Íris Dóra Snorradóttir (FH) sem sigraði 1500 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 04:43,51 mín. Önnur var Guðný Lára Bjarnadóttir (Fjölnir) á tímanum 04:46,46 mín. og Helga Lilja Maack (ÍR) var þriðja á tímanum 04:48,03 mín., sem er persónuleg bæting, en hennar besti tími var frá síðustu helgi á MÍ 15-22 ára og var 04:48,40 mín. Í kúluvarpi karla var það Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) sem sigraði með kasti upp á 14,73 m. Í öðru sæti var Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) en hann kastaði 13,80 m, en þess ber að geta að Benedikt er aðeins 16 ára gamall og er því ekki vanur að kasta 7 kg karlakúlunni, en hann lét það nú ekki stoppa sig og setti persónulegt met og aldursflokkamet í flokki 16-17 ára, en fyrra aldursflokkamet var 13,77 m og var frá 1970, frábær árangur hjá Benedikt. Í þriðja sæti var svo Ísak Óli Traustason (UMSS) með kasti upp á 13,69 m. Það var Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sem sigraði 60 m hlaup kvenna en hún heldur áfram að bæta sig og hljóp hún á 7,54 sek, sem er bæting um þrjú sekúndubrot frá því á RIG í lok janúar. Önnur var María Helga Högnadóttir (FH) á tímanum 7,58 sek. og Ísold Sævarsdóttir (FH) var þriðja á persónulegu meti en hún hljóp á 7,71 sek, sem er bæting um tvö sekúndubrot frá því á MÍ um síðustu helgi. Það var Gylfi Ingvar Gylfason (FH) sem sigraði 60 m hlaup karla á tímanum 6,98 sek. Annar var Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) á tímanum 7,01 sek., en það er bæting um eitt sekúndubrot frá því á Stórmóti ÍR fyrr á árinu og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,04 sek. Langstökkskeppni kvenna var virkilega skemmtileg og frábær árangur sem náðist þar. Það var Irma Gunnarsdóttir (FH) sem sigraði með stökki upp á 6,36 m, sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Í öðru sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) en hún stökk í fyrsta skipti yfir 6 metrana þegar hún stökk 6,01 m og bætti sig þar með um 10 cm, en hún átti best 5,91 frá því í desember 2023. Christina Alba Marcus Hafliðadóttir (Fjölnir) var í þriðja sæti með stökk upp á 5,76 m, sem er bæting um 8 cm, en hún átti best fyrir 5,68 m frá því á MÍ 15-22 um síðustu helgi.Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 400 m hlaup kvenna en hún hljóp á tímanum 56,09 sek. Önnur var Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) á tímanum 57,11 sek. og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) var þriðja á tímanum 57,97 sek. Það var Sæmundur Ólafsson (ÍR) sem sigraði 400 m hlaup karla en hann hljóp á tímanum 48,83 sek. Annar var Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á tímanum 50,32 sek. og Kjartan Óli Bjarnason (Fjölnir) var þriðji á tímanum 50,64 sek. Í stigakeppni félagsliða leiða ÍR-ingar með 23 stig, í öðru sæti með 22 stig eru FH-ingar og í því þriðja er Fjölnis-fólk með 11 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Fleiri fréttir NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Sjá meira