Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konudagur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Siggi, vinn í leikskóla, er í kór og er sískynja karlmaður. Mér er jafnrétti í samfélaginu hugleikið núna á konudaginn og langar að deila því með ykkur. Ég hef verið feministi síðan rétt eftir fermingu þegar ég fór að mæta á pönktónleika og kynnast þar róttækri pólitík, komast í ýmis smárit, bókmenntir um anarkisma og fleira. Það var lítið um samfélagsmiðla, ekkert youtube og facebook en fyrirmyndirnar fann ég á bloggsíðum og spjallborð voru vettvangur misgáfulegra en þó mikilvægra þroskandi umræðna. Við þurfum að vera vel vakandi og ganga lengra í jafnréttisbaráttunni. Ég finn það sjálfur að þegar ég tala er oft hlustað af meiri athygli en ef kona segir sama hlutinn. Það virðist enn vera „betra“ að vera karlmaður en kona í okkar samfélagi. Í þeim tilvikum sem þær ná í gegn í umræðunni, lenda þær í margfalt meira andlegu ofbeldi fyrir að segja sína skoðun. Það er gert lítið úr þeim opinberlega og þeim send hatursfull skilaboð. Nú eru konur komnar í allar helstu valdastöður í þjóðfélaginu og það er fallegt. Enn eru þó karlar við völd á mörgum sviðum, í efnahagslífinu, byggingamarkaði o.s.frv. Á mínum vinnustað eru yfir 90% konur og þar hef ég séð hvað konur hafa mikið til málanna að leggja. Ég reyni að hafa hugfast að ég hef tvö eyru og einn munn og hlusta meira sjálfur. Ég fæ líka að baða mig í karllægum sjónarmiðum í mínum kór. Í öllu því félagsstarfi sem ég sinni, kynnist ég sem betur fer ólíku fólki með mismunandi lífsskoðanir. Ég vil búa í heimi þar sem við hlustum á öll kyn og nýtum rödd okkar til að hífa hvort annað upp Gleðilegan konudag og takk fyrir baráttuna! Höfundur er femínisti.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar