Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 11:38 Bergljót lenti í stympingum við annan ræningjann. Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. „Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan: Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan:
Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira