Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 15:01 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Hlíðarfjallsvegi, sem liggur á milli Akureyrar og Hlíðarfjalls. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tryggingafélagið Sjóvá eigi að greiða ungri konu rúmar tvær milljónir, auk vaxta, vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún lenti í bílslysi á Hlíðarfjallsvegi við Akureyri. Ágreiningsefni málsins varðaði það hvort konan hefði átt að gera sér grein fyrir því hvort ökumaður bílsins væri ölvaður. Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna. Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað þann aðfaranótt 1. október 2019. Konan var farþegi í aftursæti bílsins, en hún mun hafa verið á rúntinum með bílstjóranum og öðrum farþega. Bíllinn valt af veginum eftir krappa beygju og endaði á hvolfi. Hinn farþeginn, sem var í framsæti bílsins, kastaðist úr honum. Konunni og ökumanninum tókst að skríða út um brotna rúðu bílsins. Í blóði ökumannsins mældist vínandamagn 0,79 prómíl, sem er yfir mörkum. Bíllinn var í ökutækjatryggingu hjá Sjóvá og krafðist konan bóta úr tryggingunni. Það var mat Sjóvá að skerða ætti bætur konunnar um helming þar sem hún hafði sýnt af sér „stórkostlegt gáleysi“ með því að vera í bíl með ölvuðum ökumanni. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum komst að svipaðri niðurstöðu. Að þeirra mati átti konan rétt á tveimur þriðju bótanna. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Í lögregluskýrslu greindi konan frá því að hún hefði ekki verið meðvituð um að maðurinn væri ölvaður. Hann hefði tjáð henni að hann væri edrú, og hún trúað því. Í frumskýrslu lögreglu sagðist maðurinn hafa drukkið átta litla Slots-bjóra og nokkur glös af Jack Daniels. Hann hefði þó verið hættur að drekka nokkrum tímum áður en slysið varð. Þá sýndi þvagprufa að hann hefði notað kókaín og maðurinn viðurkenndi að hafa neytt fíkniefna þetta kvöld. Það var niðurstaða Landsréttar að ekkert hefði komið fram í málinu sem benti til þess að konan hefði séð ökumanninn neyta áfengis áður en hún fékk far með honum. Ekki væri hægt að taka undir með Sjóvá um að henni hafi átt að vera ljóst um ölvun mannsins, og að hann væri óhæfur til að stjórna bílnum örugglega. Hún sýndi því ekki af sér stórkostlegt gáleysi. Því fær hún bætur úr áðurnefndri tryggingu, sem hljóðar, eins og áður segir, upp á tvær milljónir króna.
Akureyri Umferðaröryggi Samgönguslys Tryggingar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir