„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn. getty/Catherine Ivill Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. „Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
„Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Fleiri fréttir Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira