Mikil spenna er í aðdraganda landsfundarins sem reiknað er með að um 2200 manns sæki. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins frá 2009, tilkynnti í upphafi árs að hann gæfi ekki kost á sér á landsfundinum. Áslaug Arna og Guðrún hafa undanfarnar vikur safnað liði, ferðast um landið og ætla sér formannsstólinn.

Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, stýrir Pallborðinu sem hefst klukkan 14 á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi.
Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku má sjá að neðan.