Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Margrét Skúladóttir og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 14:02 Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar