Reykjavík ekki ljót borg Bjarki Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 21:02 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Arnar Formaður skipulagsráðs segir Reykjavík ekki vera ljóta borg. Hins vegar megi oft gera betur. Magn og hraði megi ekki ráða ferðinni heldur verði einnig að uppfylla gæðakröfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra. Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðu arkitekt og umhverfissálfræðingur Reykjavík vera að breytast í ljóta borg. Þeir kölluðu eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar byggðar. Fjárhagslegur og efnahagslegar forsendur útiloki alla fegurð. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir borgina ekki vera ljóta. „Mér finnst Reykjavík vera mjög flott borg og er að verða alvöru borg. Er að breytast úr bæ í alvöru borg. Þannig það eru mjög margir hlutir sem hafa gengið vel hjá okkur. En ég get alveg tekið undir það að það er gott að líta í það hvernig við gerum hlutina og við erum alltaf að reyna að vanda okkur,“ segir Dóra. Hún tengir við það að fegurðin fái ekki oft mikið pláss þegar verið er að reisa ný hús. „Hingað til hefur flest umræða um uppbyggingu fjallað um magn og hraða. Það hefur næstum því verið bannað að tala um gæði eða annað dúllerí. En núna finnst mér andinn vera að breytast og mér finnst það mjög mikilvægt,“ segir Dóra. „Það hefur verið ákveðin stefna ríkjandi meðal þeirra hægri flokka sem hafa komið að stjórnun borgarinnar að vera ekki um of að takmarka markaðinn og uppbyggingaraðila. Það hefur verið ákveðin ofurtrú á þeirra getu til að leysa málin og leysa þau eins og best verður á kosið. En mín skoðun hefur verið sú að við verðum að skapa skýrari ramma.“ Ábyrgðin liggi þó einnig hjá uppbyggingaraðilum. „Það er ekki sama hvernig við þéttum byggðina og hvernig við erum að byggja upp. Við verðum að gera það vel, við verðum að huga að samspili bygginga við umhverfi sitt. Við verðum að huga að birtu, það er lykilatriði. Þess vegna er nýr ljósvistarkafli í byggingarreglugerð sem verið er að undirbúa mjög mikilvægur. Það er eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á, að komi til sögunnar. Það er eitthvað sem Samtök iðnaðarins hafa ekki haft mikinn áhuga á. Þannig ég fagna þessu ákalli íbúa,“ segir Dóra.
Reykjavík Skipulag Byggingariðnaður Píratar Umhverfismál Borgarstjórn Arkitektúr Heilsa Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira