Handbolti

Elliði Snær frá­bær í góðum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson, hér í leik með íslenska landsliðinu, átti virkilega góðan leik með Gummersbach í kvöld.
Elliði Snær Viðarsson, hér í leik með íslenska landsliðinu, átti virkilega góðan leik með Gummersbach í kvöld. VÍSIR/VILHELM

Gummersbach vann góðan sigur í Evrópudeild karla í handbolta. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór mikinn í sigurliðinu. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica máttu þola tap í Svíþjóð.

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach lögðu Tatabánya frá Ungverjalandi með sex marka, lokatölur 33-27. Elliði Snær spilaði stóran þátt í sigri sinna manna enda markahæstur allra á vellinum með sjö mörk.

Flensburg er sem stendur í 2. sæti riðils IV þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni. Þegar henni lýkur fara efstu lið hvers riðils beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 2. og 3. sæti hvers riðils fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum.

Í Svíþjóð var Benfica í heimsókn hjá Ystad. Skoraði Stiven Tober tvö mörk í fjögurra marka tapi gestanna, lokatölur 37-33.

Benfica er í 3. sæti með tvo sigra að loknum fimm leikjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×