Gamla brýnið Marko Arnautović kom Inter yfir á 39. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Þegar rétt innan við stundarfjórðungur var til leiksloka var vítaspyrna dæmd á gestina. Hakan Çalhanoğlu steig á punktinn og skaut Inter inn í undanúrslitin.
Fleiri urðu mörkin ekki á San Siro í Mílanó-borg og lokatölur því 2-0 Inter í vil.
AC Milan og Bologna eru nú þegar komin áfram. Á morgun kemur svo í ljós hvort Juventus eða Empoli verði síðasta liðið inn í undanúrslitin.