Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar 28. febrúar 2025 15:01 Fyrir utan falsanir á undirritunum sem ég fjallaði um í greinum sem birtar voru í gær og fyrradag hér í Vísi voru lagðar fram fleiri svokallaðar sannanir í sama dómsmáli sem fjallað er um hér. Einkum var um að ræða þrjár: Sú fyrsta fólst í þeirri staðhæfingu De Klipper að Jónas félagi minn í rekstri C Trade og titlaður framkvæmdastjóri (en ég stjórnarformaður) hefði verið í viðskiptum við belgíska fyrirtækið De Klipper í þrjú ár sem ég hefði gengið inn í. Ég fullyrti á hinn bóginn að þessi viðskipti hefðu alls ekki átt sér stað. Ekki voru lögð fram nein gögn sem studdu þennan málflutning lögmanns De Klipper sem ég þó krafðist allan tímann. Ekki einu sinni gögn um sendingar á vörum eða reikningar og greiðslur á þeim sem hefði átt að vera hið auðveldasta mál í heiminum að leggja fram hefði reksturinn yfirleitt verið til. Dómarinn virtist bara ákveða að þetta væri rétt og að það væri staðreynd í málinu. Önnur sönnunin fólst í því að Jónas fullyrti að hann hefði verið einkaaðili sem hefði verið með viðskiptin þrátt fyrir að við hefðum gert munnlegt samkomulag um sameiginlegan rekstur utan um viðskipti við De Klipper sem ég hafði sannanlega fjármagnað umfram það sem þó höfðu komið greiðslur fyrir frá De Klipper. Forráðamenn þess fullyrtu að þeir hefðu ekki vitað betur en að svo væri þrátt fyrir aðkomu að samkomulaginu. Lögmaður þeirra vísaði til nafnsins á reikningunum. Viðskiptin hófust áður en búið var að ganga formlega frá stofnun fyrirtækisins. Jónas gerði þá reikningana og setti nafn sitt á þá meðan svo var og tókst að tefja formlega stofnun okkar fyrirtækis. Þannig liðu tveir mánuðir. Okkar fyrirtæki C Trade var síðar stofnað formlega. De Klipper lagði þá 14,7 milljónir á nafni C Trade inn á eins konar bankareikning á Fiskmarkaðnum í þremur greiðslum á um tveggja vikna tímabili. Jónas lagði inn á bankareikning þess 2,6 milljónir af rekstrarfé hins sameiginlega fyrirtækis. Úr því voru greiddir einstakir reikningar aftur í tímann allt aftur til þess tíma sem við höfðum sammælst um rekstur C Trade. Bókstaflega allt annað en nafnið á reikningunum sagði að um sameiginlegt fyrirtæki væri um að ræða. Í dómsforsendum var ekkert minnst á neitt af þessu. Forráðamenn De Klipper héldu því fram að Jónas hefði innt af hendi greiðslurnar inn á bankareikninginn á Fiskmarkaðnum í heimildarleysi. Hann var á hinn bóginn sá sem skjalfest var að þeir trúðu fyrir reikningnum. Tilgangurinn með sögunni um hin þriggja ára viðskipti virtist lögð fram í þeim tilgangi að leggja áherslu á að skipt hefði verið um kröfuhafa um leið og fyrirtækið hefði verið stofnað formlega. Það verður að tilkynna þeim sem á að greiða kröfuna með tryggum hætti, það er skriflega, samkvæmt lagaskýringum sem einn dómaranna í Hæstarétti hafði ritað. Það var auðvitað ekki gert enda var einfaldlega ekki skipt um kröfuhafa í gegnum allt málið. Það leiddi til þess að Jónas gat einnig hirt í sína vasa tekjurnar af þeim reikningum sem nafn C Trade var á. Samkvæmt dómsforsendum virtist hann eiga að geta það hvort eð var sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Athyglisverð er sú þverstæða að skriflega þarf að tilkynna skipti á kröfuhöfum en ekki virðist þurfa að sanna hvort viðkomandi kröfuhafi hafi yfirleitt verið til. Þar virðist munnleg staðhæfing duga, að minnsta kosti í þessu tilfelli. Þriðja sönnunin fólst í þeirri röngu staðhæfingu De Klipper, sem ég mótmælti einnig ákaft allan tímann í rekstri málsins, að dómsmálið stafaði af deilum milli mín og Jónasar meðeiganda míns í C Trade ehf. en ekki vegna ógreiddra fjármuna. Aldrei var sýnt fram á að sú staðhæfing væri rétt. Samt varð ekki betur séð en að dómarinn ákvæði strax og hún kom fram að hún væri rétt. Ég hélt því fram að félagi minn hefði aðstoðað forráðamenn De Klipper við svikin við mig og þar með svikið mig. Þar með virtist dómarinn telja endanlega sannað að málaferlin stöfuðu af deilum milli mín og hans.Mér fannst sérkennilegt að Jónas var talinn aðalvitni í málinu, bæði vegna þess að hann var sjálfur gerandi í málinu og öllu sem það varðaði, studdi áberandi málstað De Klipper og reyndi allt sem unnt var til þess að stöðva málarekstur minn. Réð jafnvel sérstakan lögmann til þess. Eins og ofangreint ber með sér fannst mér allan tímann í rekstri málsins að ég stæði höllum fæti vegna þess að ég væri veikari aðilinn í málinu. Mér virðist ástæða þess hve yfirgnæfandi erfitt sé að vinna mál gegn ætluðum svindlurum (jafnvel eins og ætluðum nauðgurum) sé að yfirleitt sé unnt að búa til einhverja atburðarás þeim í hag. Ég held að sannleikurinn megi sín ekki mikils í íslensku dómskerfi. Mér fannst allan tímann sem rekstur málsins stóð yfir verið að tína til sannanir og lög hér og hvar til þess að gera dóminn trúverðugan en sleppa því að líta til annarra sannana og laga sem mér virtist vera að minnsta kosti jafngild. Mér fannst það til dæmis hlálegt að De Klipper hélt því fram að stóran kreditreikning vantaði í uppgjör sem ég lagði fram. Ég benti á að nákvæmlega sama reikning væri að finna í uppgjörinu. Í dómi héraðsdóms staðfestum af Hæstarétti var samt sem áður ákveðið að hann vantaði. Að mínu mati eru tök íslenska dómskerfisins á málinu dæmigerð. Á ég þá við málið í heild, einnig þátt undirritanna: Vankunnátta í þeim málefnum sem fjallað er um. Réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi koma ekki við sögu. Réttlæti hins sterka svífur yfir vötnunum. Viðmiðanir við þjóðfélagsgerð og tækni löngu úreltar. Og ekki síst. Svo virðist að gengið svo langt í að forðast að geta raka og sannana þess sem dómurinn gengur gegn og útskýra hvers vegna þær féllu í grýttan jarðveg að jafna mætti við fölsun. Ég get ekki betur séð en að þarna komi fram staða íslenska dómskerfisins um þessar mundir. Athyglisvert er að margir blaða- og fréttamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna meðferð dómsmála og lagasetningar Alþingis og alls ekki að þar halli á litla manninn í þjóðfélaginu. Dómstólar hafa því nánast ekkert aðhald . Ég held að það sé mikilvæg ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir þeim. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir utan falsanir á undirritunum sem ég fjallaði um í greinum sem birtar voru í gær og fyrradag hér í Vísi voru lagðar fram fleiri svokallaðar sannanir í sama dómsmáli sem fjallað er um hér. Einkum var um að ræða þrjár: Sú fyrsta fólst í þeirri staðhæfingu De Klipper að Jónas félagi minn í rekstri C Trade og titlaður framkvæmdastjóri (en ég stjórnarformaður) hefði verið í viðskiptum við belgíska fyrirtækið De Klipper í þrjú ár sem ég hefði gengið inn í. Ég fullyrti á hinn bóginn að þessi viðskipti hefðu alls ekki átt sér stað. Ekki voru lögð fram nein gögn sem studdu þennan málflutning lögmanns De Klipper sem ég þó krafðist allan tímann. Ekki einu sinni gögn um sendingar á vörum eða reikningar og greiðslur á þeim sem hefði átt að vera hið auðveldasta mál í heiminum að leggja fram hefði reksturinn yfirleitt verið til. Dómarinn virtist bara ákveða að þetta væri rétt og að það væri staðreynd í málinu. Önnur sönnunin fólst í því að Jónas fullyrti að hann hefði verið einkaaðili sem hefði verið með viðskiptin þrátt fyrir að við hefðum gert munnlegt samkomulag um sameiginlegan rekstur utan um viðskipti við De Klipper sem ég hafði sannanlega fjármagnað umfram það sem þó höfðu komið greiðslur fyrir frá De Klipper. Forráðamenn þess fullyrtu að þeir hefðu ekki vitað betur en að svo væri þrátt fyrir aðkomu að samkomulaginu. Lögmaður þeirra vísaði til nafnsins á reikningunum. Viðskiptin hófust áður en búið var að ganga formlega frá stofnun fyrirtækisins. Jónas gerði þá reikningana og setti nafn sitt á þá meðan svo var og tókst að tefja formlega stofnun okkar fyrirtækis. Þannig liðu tveir mánuðir. Okkar fyrirtæki C Trade var síðar stofnað formlega. De Klipper lagði þá 14,7 milljónir á nafni C Trade inn á eins konar bankareikning á Fiskmarkaðnum í þremur greiðslum á um tveggja vikna tímabili. Jónas lagði inn á bankareikning þess 2,6 milljónir af rekstrarfé hins sameiginlega fyrirtækis. Úr því voru greiddir einstakir reikningar aftur í tímann allt aftur til þess tíma sem við höfðum sammælst um rekstur C Trade. Bókstaflega allt annað en nafnið á reikningunum sagði að um sameiginlegt fyrirtæki væri um að ræða. Í dómsforsendum var ekkert minnst á neitt af þessu. Forráðamenn De Klipper héldu því fram að Jónas hefði innt af hendi greiðslurnar inn á bankareikninginn á Fiskmarkaðnum í heimildarleysi. Hann var á hinn bóginn sá sem skjalfest var að þeir trúðu fyrir reikningnum. Tilgangurinn með sögunni um hin þriggja ára viðskipti virtist lögð fram í þeim tilgangi að leggja áherslu á að skipt hefði verið um kröfuhafa um leið og fyrirtækið hefði verið stofnað formlega. Það verður að tilkynna þeim sem á að greiða kröfuna með tryggum hætti, það er skriflega, samkvæmt lagaskýringum sem einn dómaranna í Hæstarétti hafði ritað. Það var auðvitað ekki gert enda var einfaldlega ekki skipt um kröfuhafa í gegnum allt málið. Það leiddi til þess að Jónas gat einnig hirt í sína vasa tekjurnar af þeim reikningum sem nafn C Trade var á. Samkvæmt dómsforsendum virtist hann eiga að geta það hvort eð var sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Athyglisverð er sú þverstæða að skriflega þarf að tilkynna skipti á kröfuhöfum en ekki virðist þurfa að sanna hvort viðkomandi kröfuhafi hafi yfirleitt verið til. Þar virðist munnleg staðhæfing duga, að minnsta kosti í þessu tilfelli. Þriðja sönnunin fólst í þeirri röngu staðhæfingu De Klipper, sem ég mótmælti einnig ákaft allan tímann í rekstri málsins, að dómsmálið stafaði af deilum milli mín og Jónasar meðeiganda míns í C Trade ehf. en ekki vegna ógreiddra fjármuna. Aldrei var sýnt fram á að sú staðhæfing væri rétt. Samt varð ekki betur séð en að dómarinn ákvæði strax og hún kom fram að hún væri rétt. Ég hélt því fram að félagi minn hefði aðstoðað forráðamenn De Klipper við svikin við mig og þar með svikið mig. Þar með virtist dómarinn telja endanlega sannað að málaferlin stöfuðu af deilum milli mín og hans.Mér fannst sérkennilegt að Jónas var talinn aðalvitni í málinu, bæði vegna þess að hann var sjálfur gerandi í málinu og öllu sem það varðaði, studdi áberandi málstað De Klipper og reyndi allt sem unnt var til þess að stöðva málarekstur minn. Réð jafnvel sérstakan lögmann til þess. Eins og ofangreint ber með sér fannst mér allan tímann í rekstri málsins að ég stæði höllum fæti vegna þess að ég væri veikari aðilinn í málinu. Mér virðist ástæða þess hve yfirgnæfandi erfitt sé að vinna mál gegn ætluðum svindlurum (jafnvel eins og ætluðum nauðgurum) sé að yfirleitt sé unnt að búa til einhverja atburðarás þeim í hag. Ég held að sannleikurinn megi sín ekki mikils í íslensku dómskerfi. Mér fannst allan tímann sem rekstur málsins stóð yfir verið að tína til sannanir og lög hér og hvar til þess að gera dóminn trúverðugan en sleppa því að líta til annarra sannana og laga sem mér virtist vera að minnsta kosti jafngild. Mér fannst það til dæmis hlálegt að De Klipper hélt því fram að stóran kreditreikning vantaði í uppgjör sem ég lagði fram. Ég benti á að nákvæmlega sama reikning væri að finna í uppgjörinu. Í dómi héraðsdóms staðfestum af Hæstarétti var samt sem áður ákveðið að hann vantaði. Að mínu mati eru tök íslenska dómskerfisins á málinu dæmigerð. Á ég þá við málið í heild, einnig þátt undirritanna: Vankunnátta í þeim málefnum sem fjallað er um. Réttlæti, sanngirni og heilbrigð skynsemi koma ekki við sögu. Réttlæti hins sterka svífur yfir vötnunum. Viðmiðanir við þjóðfélagsgerð og tækni löngu úreltar. Og ekki síst. Svo virðist að gengið svo langt í að forðast að geta raka og sannana þess sem dómurinn gengur gegn og útskýra hvers vegna þær féllu í grýttan jarðveg að jafna mætti við fölsun. Ég get ekki betur séð en að þarna komi fram staða íslenska dómskerfisins um þessar mundir. Athyglisvert er að margir blaða- og fréttamenn virðast telja að ekki megi gagnrýna meðferð dómsmála og lagasetningar Alþingis og alls ekki að þar halli á litla manninn í þjóðfélaginu. Dómstólar hafa því nánast ekkert aðhald . Ég held að það sé mikilvæg ástæða fyrir því hvernig komið er fyrir þeim. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun