Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2025 20:05 Þórdís og Ingólfur, sem dansa saman á heimsleikum Special Olympics en þau fara út 7. mars og eiga að keppa 11. mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins
Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira