Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 16:50 Atvikið átti sér stað á bílastæði í Breiðholti árið 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár. Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Honum var gefið að sök að stinga annan mann tvisvar sinnum með hníf í brjósthol við bílastæði í Breiðholti að kvöldi til í mars árið 2021. Í niðurstöðu Landsréttar var að mestu vísað til dóms héraðsdóms að því leyti að um væri að ræða tilraun til manndráps og að Candido hefði verið sakhæfur á verknaðarstundu. Hins vegar þótti alvarleiki háttseminnar svo mikill að rétt væri að þyngja refsinguna. Í skýrslutöku í héraði sagði Candido að hann hafi séð til ferða mannsins, þess sem var stunginn, og annars einstaklings þar sem þeir væru að aka um. Candido hafi verið akandi og elt þá, en þeir munu hafa numið staðar á bílastæði við hús mannsins. Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í dag.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi sagði Candido að honum hafi staðið ógn af manninum. Sjálfur hafi hann stigið úr bílnum sínum með hníf í hendi og snöggreiðst og misst stjórn á skapi sínu þegar hann sá manninn. Hann hafi því sveiflað hendi sinni í átt að manninum. Candido gerði ráð fyrir að maðurinn hefði hlotið sár sín vegna þess. Í framhaldinu hafi Candido elt manninn um nokkra stund, en síðan haldið á brott, ekið í burtu og kastað hnífnum í sjóinn. „Er þetta hann?“ Maðurinn sem varð fyrir árásinni lýsti atvikum þannig að hann hefði stigið úr bílnum sínum, og síðan áttað sig á því að hann hafi gleymt símanum sínum í bílnum og beygt sig inn í hann til að sækja símann. Þegar hann hafi rétt aftur úr sér hafi árásarmaðurinn komið aðvífandi að honum og spurt: „Is this him?“ sem má útleggja sem: „Er þetta hann?“ Árásarmaðurinn hafi svo stungið hann í brjóstið, og síðan hafi hann snúið sér undan, en fengið aðra stungu í bakið. Þá hafi hann reynt að forða sér undan á hlaupum en árásarmaðurinn elt hann fyrst um sinn en síðan hætt því. Þá hafi manninum tekist að leita skjóls í fjölbýlishúsi í grenndinni. Annað stungusárið var sex sentímetra langt og hitt sárið átta sentímetra langt. Bæði voru töluvert djúp. Bætur hækkaðar Líkt og áður segir viðurkenndi Candido að hafa framið árásina. Fyrir dómi vildi hann þó meina að hann hafi ekki ætlað sér að verða manninum að bana, nánast væri um óviljaverk að ræða. Héraðsdómur féllst ekki á þá lýsingu, þar sem að gögn málsins bentu ekki til þess að hann hafi stungið brotaþolann óvart. Líkt og áður segir vísaði Landsréttur að miklu leyti til dóms héraðsdóms, en þyngdi refsinguna. Þá hækkaði dómurinn jafnframt miskabætur sem Candido er gert að greiða brotaþola. Í héraði voru þær 1,5 milljón, en í Landsrétti tvær milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira