Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. febrúar 2025 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum frá og með næsta hausti. Vísir/Vilhelm Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að til standi að banna snjallsíma og önnur snjalltæki í eigu nemenda í skólum og frístundaheimilum þar í landi. Með lagabreytingu á að tryggja að Danir verði í hópi þeirra þjóða sem hvað lengst hafa gengið til að halda snjalltækjunum fyrir utan skólana. Ásthildur Lóa Þórsdóttir barna- og menntamálaráðherra segir unnið að svipuðu snjallsímabanni í skólum hér á landi. „Það stendur náttúrulega í stjórnarsáttmálanum að það eigi að banna síma í skólum og ég er þegar byrjuð að vinna að því innan ráðuneytisins. Ég var að vonast til að við gætum lagt fram lagabreytingu um þetta núna á þessu þingi. Það er óvíst að það takist alla leið en kannski þannig að það gefi mér heimild til reglugerðarbreytingar en ég myndi gjarnan vilja koma þessu á fyrir næsta skólaár.“ Hún segir ríkisstjórnina samstíga í málinu. „Það er einhugur um þetta í ríkisstjórninni. Ég get líka sagt það að ég nefndi þetta fyrir allsherjar- og menntamálanefnd um daginn og það var algjör einhugur þar líka um að þetta væri eitthvað sem væri nauðsynlegt að gera.“ Vel hafi gefist að draga úr snjallsímanotkun þar sem það hafi verið reynt. Mikilvægt sé að grípa inn í því margt geti afvegaleitt börn, ekki síst óheft aðgengi að samfélagsmiðlum í símunum. „Við þurfum að verja börnin okkar gegn þessum ágangi samfélagsmiðla. Það er fólk úti í heimi sem er, hvað á ég að segja, sérmenntað í að halda athygli barna og kann að gera þetta og ætlum við bara að láta þetta allt saman bara í hendurnar á þessu fólki. Ég er ekki sammála því. Ég tel að við verðum að grípa inn í til dæmis bara fyrir félagsþroska barna, þó ekki væri annað, en það eru margir þættir sem koma þarna inn.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Alþingi Símanotkun barna Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira