Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 06:59 Árásarmennirnir drápu meðal annars 364 einstaklinga á Nova tónlistarhátíðinni. Getty/Amir Levy Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira