Lífið

Spila í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Væb bræður eru ásamt reynsluboltanum Aroni Can fyrstu tónlistarmennirnir sem tilkynnt er að muni koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár.
Væb bræður eru ásamt reynsluboltanum Aroni Can fyrstu tónlistarmennirnir sem tilkynnt er að muni koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Vísir/Hulda Margrét

Forsala á Þjóðhátíð í Eyjum er hafin og tilkynnt hefur verið um fyrstu tónlistarmennina sem verða meðal þeirra sem stíga munu á svið á hátíðinni í ár. Fram kom í Brennslunni í morgun að Aron Can muni stíga á svið auk Væb bræðra sem spila í fyrsta skiptið á útihátíðinni í ár.

Rætt var við bæði Aron Can og Væb bræður í Brennslunni í morgun. Óhætt er að segja að tónlistarmennirnir hafi verið í góðum gír. Aron Can kom í fyrsta skipti fram á Þjóðhátíð einungis sextán ára gamall fyrir níu árum síðan. Hann lofar sýningu og hefur nokkur járn í eldinum líkt og fram kemur í útvarpsþættinum.

Þjóðhátíð fer að venju fram verslunarmannahelgi í Herjólfsdal. Um er að ræða langstærstu útihátíð landsins og er forsala eins og áður segir hafin á dalurinn.is. Væb bræður sögðust í Brennslunni ekki geta beðið, þeir hafi í rauninni ekki búist við því að fá að spila í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.