„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. mars 2025 09:32 Sammy Smith, leikmaður Breiðabliks, kann vel við sig á Íslandi og hlakkar til sumarsins. Vísir/Bjarni Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið. „Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Ég er svo ánægð að vera komin aftur. Ég er klár í að hefja þetta tímabil,“ segir Smith í samtali við íþróttadeild. Hún kom til landsins í vikunni eftir að hafa verið á flakki frá því að síðasta tímabil kláraðist í október. „Ég reyndi að kúpla mig aðeins út og eyða tíma með mínu nánasta fólki en ég æfði líka og sinnti undirbúningi fyrir það að koma aftur,“ segir Smith sem gat einnig ferðast um Evrópu. „Ég fór til Danmerkur, Skotlands og svo fórum við í liðsferð eftir leiktíðina til Varsjá. Það var gott til að hrista liðið saman,“ segir Smith sem stefnir á að ferðast meira um álfuna í sumar ef tækifæri býðst. Ein sú besta í Bestu Smith kom til Íslands síðasta vetur er hún skoraði 15 mörk í 14 deildarleikjum fyrir FHL í Lengjudeildinni. Breiðablik klófesti hana um mitt sumar og óhætt er að segja að hún hafi komið sem stormsveipur inn í Bestu deildina. Smith skoraði níu mörk og lagði upp fimm í aðeins sjö leikjum og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli Blikakvenna. Það vakti eðlilega athygli og áhuga annarra liða. Smith hafnaði tilboðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi til að halda föstu fyrir í Kópavogi. „Ég hafnaði þónokkrum liðum. En mér fannst rétt í stöðunni að koma aftur fyrir heila leiktíð, ég var bara hérna í nokkra mánuði í fyrra. Að koma aftur og geta eytt öllu sumrinu með þeim er mjög spennandi,“ segir Smith. Þú saknaðir væntanlega veðursins? „Ó, já, alveg klárlega,“ segir Smith kímin í viðtalinu við vindasamar aðstæður. Það var tekið upp í stuttu hléi á haglélinu sem lét á sér kræla á höfuðborgarsvæðinu í gær. „En það er í sannleika sagt svipað því sem er heima. Þetta er ekki hræðilegt. Fjölskyldan spurði mig einmitt hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land til að spila í. En ég bara elska Ísland,“ segir Smith hlægjandi. Fleiri en ein matvörubúð Líkt og áður segir bjó Smith á Austurlandi stóran hluta síðasta árs er hún spilaði með liði FHL. Það var ákveðin breyting að flytja í bæinn. „Allt í einu hafði maður staði til að fara á, það er meira en ein matvörubúð og meira ein meginbygging fyrir allan bæinn, sem er gott. Ég hef getað skoðað borgina aðeins og prófa nýja matarstaði og svona. En mér líður vel í borginni, ég sakna Austurlands vegna þess að það er svo fallegt, en mér líður vel hér,“ segir Smith. Markmiðin eru þá skýr fyrir komandi sumar. „Við viljum vinna aftur. Við viljum halda skildinum hérna,“ segir Smith. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Elskar Ísland og fer ekki fet
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira