Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. mars 2025 07:11 Heimildarmenn New York Times segja ákveðna áhættu felast í ákvörðuninni, sem geri ráð fyrir að Rússar gjaldi líku líkt. Getty/Omar Marques Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað netöryggissveit landsins (U.S. Cyber Command) að hætta í bili öllum aðgerðum gegn Rússum. Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Engar skýringar hafa verið gefnar á ákvörðuninni en samkvæmt New York Times er um að ræða þátt í umfangsmeiri aðgerðum til að fá Vladimir Pútín Rússlandsforseta að samningaborðinu varðandi Úkraínu. Þá vilja stjórnvöld vestanhafs einnig stuðla að auknum samskiptum milli Bandaríkjanna og Rússlands. NY Times segir ákvörðunina hafa verið tekna áður en fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta í Hvíta húsinu fór út um þúfur. Miðillinn segir einnig að erfitt sé að átta sig á því í hverju tilskipun varnarmálaráðherrann felst, þar sem oft sé erfitt að greina á milli varnaraðgerða í netöryggismálum og aðgerða sem beint er gegn óvinveittum aðilum. Hins vegar sé afar mikilvægt að Bandaríkjamenn hafi áfram aðgengi að kerfum í Rússlandi, til að geta fylgst með þróun mála þar í landi og fyrirætlunum Rússa ef og þegar þeir setjast að samningaborðinu. Þar má meðal annars nefna hvaða kröfur stjórnvöld í Moskvu munu gera og hvað þau væru mögulega tilbúin til að gefa eftir. Heimildarmenn NY Times segja ekki óalgengt að skipanir séu gefnar um hlé á aðgerðum af þessu tagi á meðan viðkvæmar viðræður standa yfir en um sé að ræða ákveðna áhættu, þar sem gert sé ráð fyrir að Pútín geri einnig hlé á „skuggastríði“ sínu gegn Vesturlöndum á sama tíma. Rússar hafi haldið netárásum sínum gegn Bandaríkjunum áfram eftir að Trump tók embætti og þeim hafi í raun fjölgað á síðasta ári. Bandaríkjamenn hafi auk þess veitt Evrópumönnum aðstoð í baráttunni gegn netógnum frá Rússlandi en óvíst sé um framhaldið hvað það varðar. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira