Erlent

Bíl í Mann­heim hafi verið ekið á fólk

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Paradeplatz.
Frá Paradeplatz. René Priebe/dpa via AP

Þýsk lögregluyfirvöld eru með mikinn viðbúnað í miðborg Mannheim borgar á torginu Paradeplatz. Þar er jafnframt sjúkrabíll á vettvangi.

Í umfjöllun Guardian segir að svörtum bíl hafi verið keyrt inn í mannskara á torginu. Segir að fyrstu fregnir hermi að nokkrir hafi slasast.

Þá segir staðarmiðillinn Die Rheinpfalz að mikill viðbúnaður lögreglu á á svæðinu. Sjúkrahús á svæðinu hafi verið beðin um að auka viðbúnaðarstig sitt. Íbúum er ráðlagt að halda sig frá miðborginni.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×